Vesturlandsprófastsdæmi

/Vesturlandsprófastsdæmi

Narfeyrarkirkja

Höfundur: |2018-05-27T15:43:52+00:0027. maí 2018|Vesturlandsprófastsdæmi|

Narfeyrarkirkja var byggð árið 1889 á grunni eldri kirkju sem hafði hrunið í óveðri ári áður. Kirkjan færðist til á grunni sínum í óveðri árið 1897 og fauk svo árið 1898. Hún var rifin og endurbyggð árið 1899 Kirkjukort.net . Í kirkjunni eru tvær klukkur. Sú minni (31 cm) er frá árinu 1691 og er með áletruninni GUDMUNDUR THORLEIFSON ANNO 1691. Sú stærri (35,5 cm) er 16 árum yngri og er með áletruninni: TIL GUDS HUUS KIRCHEN NARVFEER HAVER SIGR GUDMUNDER TODLEVSØN SAMB MADAM HELGA EGGERS DATTER GIVET DENNE KLOCKE TIL GUDS HUSIS ÆRE HAVER MICKELTUNTER BEKARSTED DEND AT LADESTØHE ANNO 1707. Klukkunum er handhringt. Upptökur Myndband Myndir Heimildir Hringjari: Hreiðar Vilhjálmsson Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson Aðstoð við upptöku: Jón Benediktsson Þakkir: Kristín Teitsdóttir 22. júlí 2017

Breiðabólsstaðarkirkja (á Skógarströnd)

Höfundur: |2017-10-26T22:05:22+00:0026. október 2017|Vesturlandsprófastsdæmi|

Breiðabólsstaðarkirkja var vígð sunnudaginn 16. september 1973. Áður hafði staðið kirkja á staðnum en hún brann þann 29. ágúst 1971 og var ný kirkja reist í hennar stað. Í kirkjunni er ein nokkuð stór kirkjuklukka sem er 51,5 cm í þvermál. Klukkan er framleidd af Royal Eijsbouts í Hollandi og stendur á hana letrað: EIJSBOUTS ASTENSIS ME FECIT ANNO MCMLXXIII sem þýðir Eijsbouts Astensis gerði mig árið 1973. Á klukkunni má enn sjá merkingar sem líka voru spreyjaðar á klukkuna við flutning. Þar stendur Skógafoss 13 // 11.2 '73. Klukkunni er handhringt og er hljómurinn tær og fagur. Notkun Fyrir messu eru slegin 3 x 3 slög. Eftir messu eru slegin 3 x 3 slög. Við upphaf útfarar eru slegin 3 x 3 slög. Við lok útfarar er hringd líkhringing frá því kistunni er lyft upp og þar til hún er komin að gröfinni. Upptökur Myndband   Myndir Heimildir Hringjari: Jóel H. Jónasson Aðstoð: Jón Benediktsson Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson 21. júlí 2017

Hjarðarholtskirkja í Borgarfirði

Höfundur: |2017-08-15T00:14:34+00:0015. ágúst 2017|Vesturlandsprófastsdæmi|

Hjarðarholtskirkja var reist á árunum 1896 - 1897. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur. Þrátt fyrir smæð kirkjunnar eru klukkurnar hátt uppi og erfitt að komast að þeim. Minni klukkan og sú eldri er jafnvíð, slétt að utan og með tvo bauga ofarlega en slaghringur slær út á við neðst. Klukkukollurinn er flatur og á honum er einföld lykkja eða spaði, sem gengur inn í rambaldið. Í gegnum það hefur verið rekinn járnteinn sem heldur klukkunni uppi. Af lögun klukkunar að dæma er hún frá síðmiðöldum. Stærri klukkan er er yngri, slétt að utan nema með baugum ofarlega, leturlaus með fjórskiptri krónu ofan á kolli. Talið er að um sé að ræða gamla skipsklukku. Klukkan er fest í rambaldið með girði og hampkaðli. Þvermál hennar er 32 cm.Kirkjur Íslands, 14. bindi (2009). Hið íslenska bókmenntafélag. Borgarkirkja, bls. 188. Reykjavík. (Athugið að svo virðist sem klukkunum sé ruglað saman í umræddri grein í Kirkjum Íslands. Það er mat höfundar Kirkjuklukkna Íslands að yngri klukkan sé sú stærri og sé 32 cm að þvermáli. Það er þó ekki hægt að staðfesta nema klifra upp að klukkunum og mæla þær.) Upptökur Myndir Heimildir Hringjari og upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 4. ágúst 2016

Borgarkirkja

Höfundur: |2017-07-12T15:23:17+00:0012. júlí 2017|Vesturlandsprófastsdæmi|

Kirkja hefur verið á Borg á Mýrum frá árinu 1002 en núúverandi kirkja var vígð árið 1880Upplýsingarskilti við Borgarkirkju á Mýrum. Skoðað 2. ágúst 2016 . Í kirkjunni eru tvær kirkjuklukkur. Þær eru með gotnesku lagi úr kopar en járnkólfum. Minni klukkan er ómerkt. Sú stærri er með áletruninni KATRIN THORDAR DOTTER 1749. Talið er að þar sé um að ræða Katrínu Þórðardóttur, dóttur Þórðar Jónssonar prófasts á Staðarstað. Katrin var gift sr. Vigfúsi Jónssyni í HítardalKirkjur Íslands, 14. bindi (2009). Hið íslenska bókmenntafélag. Borgarkirkja, bls. 153. Reykjavík. . Klukkunum er handhringt. Notkun Fyrir messu er báðum klukkum samhringt nokkrum sinnum þrjú slög. Eftir messu er stærri klukkunni hringt 3 x 3 slög. Þegar jarðsett er í kirkjugarðinum er líkhringing hringd með nokkurra sekúndna millibili frá því kistu er lyft úr líkbíl og þar til hún er komin að gröfinni.* *Útfarir eru sjaldgæfar í kirkjunni en algengara er að útför fari fram í Borgarneskirkju og jarðsett sé í kirkjugarðinum við Borgarkirkju. Upptökur Myndband Myndir Heimildir Hringjari: Guðjón Viggósson Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson 2. ágúst 2016

Staðarfellskirkja

Höfundur: |2017-04-11T21:47:27+00:0011. apríl 2017|Vesturlandsprófastsdæmi|

Staðarfellskirkja sem nú stendur var vígð árið 1891 en áður stóðu þar nokkrar kirkjur. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur. Önnur o sú eldri er uppmjó með fornu lagi og er talið að hún sé frá því fyrir 1300. Á henni má finna rúnir en merking þeirra er [mér] ókunn. Klukkan er 38 cm í þvermál. Yngri klukkan er merkt með ártalinu 1722 og er 40 cm í þvermál. Í vísitasíu Jóns biskups Árnasonar ann 15. september 1725 er sagt frá því að Margrét Nikuklásdóttir hafi lagt til þessa klukku sem kostaði 600. Í vísitasíu Jóns biskups Vídalín þann 16. ágúst 1718 er sagt frá því að Margrét skuli leggja kirkjunni til eina klukku sem kosti ekki minna en 12 ríkisdali. Það var til greiðslu gamallar skuldar og vegna skreytinga sem hurfu úr kirkjunni. Kirkjur Íslands, 14. bindi (2010). Hið íslenska bókmenntafélag. Staðarfellskirkja, bls. 254-255. Reykjavík. Í sáluhliði kirkjugarðsins er sömuleiðis að finna eina klukku. Sú er með sama gamla lagi og eldri klukkan í kirkjunni og líklega frá sama árabili, fyrir 1300. Klukkan er með gömlu krossmarki en ómerkt að öðru leyti. Hún er sprungin og heyrist það glöggt í hljómi hennar. Þessi klukka var áður í Hvolskirkju. Kirkjur Íslands, 14. bindi (2010). Hið íslenska bókmenntafélag. Staðarfellskirkja, bls. 261. Reykjavík. Notkun Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig klukkur kirkjunnar eru notaðar við athafnir en enginn fastur hringjari er í kirkjunni. Upptökur Myndband Myndir Heimildir Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 22. júlí 2016 Aðstoð við upptöku: Jón Benediktsson Sérstakar þakkir: Þóra Stella Guðjónsdóttir Tilvísanir:

Kvennabrekkukirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:45+00:0025. apríl 2016|Vesturlandsprófastsdæmi|

Fyrstu heimildir um kirkju í Kvennabrekku eru frá 13. öld. Þann 30. júní 1871 var Kvennabrekkuprestakall lagt niður og sameinað Miðdalaþingsprestakalli í Suðurdalaþingsprestakall. Kirkjan var þá lögð til Sauðafells. Var þetta gert með kongungsúrskurði. Með stjórnarbréfi þann 15. september 1919 var Sauðafellskirkja svo lögð niður og núverandi kirkja reist að Kvennabrekku. Í kirkjunni eru tvær klukkur. Sú stærri er mikið skreytt og glæsileg en ekki er hægt að finna ákveðið ártal á henni. Á miðri klukkunni er skraut og inni í því mögulegt ártal en þó ekki hægt að slá neinu föstu. Minni klukkan er merkt með áletruninni HSS A 1734. Hringingar Fyrir messu er báðum klukkum hringt 3 x 3 slög og eins eftir messu. Á stórhátíðum er klukkunum stundum hringt 6 x 3 slög eins og heyra má hér fyrir neðan. Líkhringing er á stærri klukkuna. Bæði þegar kista er borin til kirkju og þegar hún er borin frá kirku að athöfn lokinni. Upptökur Myndband https://www.youtube.com/watch?v=QBQ4yFlV_tk Myndir Heimildir Hringjari: Guðmundur Pálmason Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 24. apríl 2016 Sérstakar þakkir: Jón Benediktsson og Aldís Eva Guðmundsdóttir

Stóra-Ásskirkja

Höfundur: |2016-04-10T04:29:20+00:007. febrúar 2016|Vesturlandsprófastsdæmi|

Stóra-Ásskirkja var reist árið 1897 og tilheyrir nú Reykholtssókn. Í kirkjunni eru tvær klukkur. Á þá stærri stendur letrað Soli Deo Gloria. Anno 1726 en engin áletrun er á þeirri minni. Klukkunum er handhringt. Notkun Við upphaf messu er annarri klukkunni hringt 3 x 3 slög, ýmist þeirri stærri eða þeirri minni. Sama á við um við lok messu. Þegar kista er borin til kirkju er hringd líkhringing á minni klukkuna með nokkurra sekúndan millibili. Sama á við um þegar kista er borin úr kirkju að lokinni útför. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 6. febrúar 2016 Hringjari: Kolbeinn Magnússon, bóndi á Stóra-Ási

Staðastaðarkirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:45+00:001. desember 2015|Vesturlandsprófastsdæmi|

Staðastaðarkirkja var vígð 1945 og skartar tveimur hljómfögrum klukkum. Þær eru fremur stórar miðað við sveitakirkjur enda er kirkjan sjálf vegleg. Klukkurnar eru ekki merktar og því liggur ekki fyrir hvaðan þær koma eða hve gamlar. https://www.youtube.com/watch?v=TjjMiJN3Vok

Búðakirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:45+00:0023. nóvember 2015|Vesturlandsprófastsdæmi|

Búðakirkja á Snæfellsnesi var byggð árið 1848 með sérstöku konungsleyfi þar sem kirkjuyfirvöld höfðu synjað beiðni um að byggja kirkju á staðnum en Búðakirkja hafði verið lögð niður árið 1816. Kirkjan var svo endurbyggð á árunum 1984-1986 og vígð að nýju þann 6. september 1987. Tvær sérlega hljómfagrar klukkur eru í turni Búðakirkju. Önnur frá 1672 en hin frá 1702. Á klukkunum er áletrun sem erfitt er að lesa sökum þrengsla. https://www.youtube.com/watch?v=-KwAfWfBZR8 Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 4. júlí 2015 Hringjari: Rúnar Atli Gunnarsson Aðstoð: Helga Jónsdóttir

Hellnakirkja

Höfundur: |2015-07-26T15:42:12+00:0026. júlí 2015|Vesturlandsprófastsdæmi|

Hellnakirkja var vígð 12. ágúst 1945 en klukkurnar virðast mun eldri. Klukkurnar eru tvær: Önnur kirkjuklukka með talsverðum áletrunum en hin skipsklukka og nokkru minni. Vegna erfiðra aðstæðna var ekki hægt að komast nægjanlega nálægt klukkunum til þess að greina áletranir eða ártöl á þeim. Að jafnaði er aðeins kirkjuklukkan notuð. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 4. júlí 2015 Hringjari: Hafdís Ásgeirsdóttir

Ólafsvíkurkirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:48+00:0025. júlí 2015|Vesturlandsprófastsdæmi|

Ólafsvíkurkirkja var vígð 19. nóvember 1967 og er sögð fyrsta kirkjan á Íslandi með "nútíma lagi". Í kirkjunni eru þrjár stórar klukkur framleiddar af Engelbert Gebhard í Kemten í Þýskalandi. Ásgeir Long annaðst uppsetningu klukknanna. Stærsta klukkan vegur 330 kg og hefur tóninn b'. Mið klukkan vegur 205 kg og hefur tóninn des''. Minnsta klukkan vegur 150 kg og hefur tóninn es''. Þegar kirkjan var byggð voru klukkurnar staðsettar í turni kirkjunnar og var þá strax rafhringt með búnaði frá Philipp Hörz. Viðhald við klukkurnar var þó erfitt og því var klukknaport byggt árið 1990 og klukkurnar færðar þangað. Nýja portið var vígt 25. nóvember 1990. Nýtt klukknaport í Ólafsvík. (1990, 6. desember). Morgunblaðið, bls. 69 . Árið 2001 var settur upp nýr rafhringibúnaður frá Clock -o- matic í Belgíu. Eftir þá yfirferð hringdu klukkurnar kl. 12 á hádegi og kl. 18 síðdegis en því hefur verið hætt síðan. Klukknahljóm, klukknaljóm. (2001, 11. október). Morgunblaðið, bls. 21 https://www.youtube.com/watch?v=Tl1lktG9LWk Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 3. júlí 2015. Aðstoð: Sr. Óskar Ingi Ingason sóknarprestur og Helga Jónsdóttir. Í upptökunni má greina bergmál sem barst úr fjöllunum ofan við bæinn. Upplifunin að hlusta á klukkurnar var því mögnuð. Heimildaskrá

Stóra-Vatnshornskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:49+00:004. janúar 2015|Vesturlandsprófastsdæmi|

Stóra-Vatnshornskirkja var vígð þann 15. ágúst 1971. Eins og svo oft er raunin eru klukurnar eldri. Þær eru tvær: Sú stærri er ómerkt en sú minni er síðan 1734. Hún er með áletrunina FSS A 1734. Ekki er vitað fyrir hvað FSS stendur. Oft eru þó nöfn gefenda á klukkunum. Klukkurnar standa í porti við hlið kirkjunnar og er þeim handhringt. Hringingar Fyrir messu er báðum klukkum hringt 5 sinnum þrjú slög eða á meðan prestur gengur til kirkju. Að messu lokinni er hringt 3 sinnum þrjú slög. Líkhringing er gerð þegar kista er borin til kirkju og á sama hátt við lok útfarar þangað til kista er komin að gröfinni. Þá er slegið veikt högg á stærri klukkuna með nokkurra sekúndna millibili. https://www.youtube.com/watch?v=NuPMkQJi1ME Hringjari: Árni Benediktsson Aðstoð við upptöku: Jón Benediktsson Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, laugardaginn 3. janúar 2015