Kirkja hefur verið á Borg á Mýrum frá árinu 1002 en núúverandi kirkja var vígð árið 18801. Í kirkjunni eru tvær kirkjuklukkur. Þær eru með gotnesku lagi úr kopar en járnkólfum. Minni klukkan er ómerkt. Sú stærri er með áletruninni KATRIN THORDAR DOTTER 1749. Talið er að þar sé um að ræða Katrínu Þórðardóttur, dóttur Þórðar Jónssonar prófasts á Staðarstað. Katrin var gift sr. Vigfúsi Jónssyni í Hítardal2. Klukkunum er handhringt.

Notkun

  • Fyrir messu er báðum klukkum samhringt nokkrum sinnum þrjú slög.
  • Eftir messu er stærri klukkunni hringt 3 x 3 slög.
  • Þegar jarðsett er í kirkjugarðinum er líkhringing hringd með nokkurra sekúndna millibili frá því kistu er lyft úr líkbíl og þar til hún er komin að gröfinni.*

*Útfarir eru sjaldgæfar í kirkjunni en algengara er að útför fari fram í Borgarneskirkju og jarðsett sé í kirkjugarðinum við Borgarkirkju.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Guðjón Viggósson
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
2. ágúst 2016

  1. Upplýsingarskilti við Borgarkirkju á Mýrum. Skoðað 2. ágúst 2016
  2. Kirkjur Íslands, 14. bindi (2009). Hið íslenska bókmenntafélag. Borgarkirkja, bls. 153. Reykjavík.