Bæjarkirkja var vígð 2. júlí 1967. Í kirkjunni eru tvær kirkjuklukkur. Stærri klukkan er talin vera frá 11. öld. Hún var áður í eldri kirkju á staðonum og var í notkun til ársins 1987, en þegar hringt var til útfarar Björns Blöndal þann 24. janúar 1987 kom í hana sprunga og hefur hún síðan verið hljómlaus.1 Klukkan stendur inni í kirkjunni og er því ekki notuð. Klukkan er 39,8 cm í þvermál.

Minni klukkan er í sáluhliði og handhringt. Klukkan er ómerkt og er 24 cm í þvermál.

Upptökur

Myndir

Heimildir

Móttaka og upplýsingar: Eiríkur S. Sigurðsson, formaður sóknarnefndar:
Hringingar, ljósmyndir og upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
26. júlí 2023

  1. Morgunblaðið – Morgunblaðið B – Sunnudagur (07.11.1993). Bls. 10-11. Sótt af Tímarit.is.