Markmiðið er að hér á vefsíðunni kirkjuklukkur.is verði hægt að nálgast upplýsingar um allar kirkjuklukkur á Íslandi. Hér verður hægt að hlusta á hringingar klukknanna, sjá myndir af þeim og fræðast um sögu klukknanna.

Verkefnið hófst formlega í febrúar 2013 og gert er ráð fyrir að það taki mörg ár að ná öllum kirkjum landsins.

Á vefnum eru nú 86 kirkjur en í heildina eru þær 380.

Hér fyrir neðan geturðu séð nýjustu kirkjurnar í safninu. Smelltu hér til þess að skoða allar kirkjur.

Nýjustu kirkjurnar

Fréttir

Gjöf Grímseyinga endurgoldin

24. september 2022|

HALLGRÍMSSÖFNUÐUR OG VINIR ENDURGJALDA GRÍMSEYINGUM GJÖF FRÁ ÞVÍ FYRIR 50 ÁRUM Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í Miðgarðakirkju sem verið er að reisa í Grímsey. Kirkjan sem fyrir var [...]

Hljómar frá heimsskautsbaugi – Söfnun fyrir nýjum kirkjuklukkum í Grímsey

16. september 2022|

Þann 25. september næstkomandi verða söfnunartónleikar í Hallgrímskirkju undir heitinu „Hljómar frá heimsskautsbaugi“ þar sem norðlenskir stórsöngvarar og tónlistarfólk koma fram. Þar er um að ræða Eyþór Inga Jónsson organista og söngvarana Ívar Helgason, Jónas Þór [...]

Skoða kirkjur í vinnslu

Kirkjur í vinnslu

Það má skipta verkefninu í tvennt. Annars vegar er það heimsókn í kirkjur og þannig að afla upplýsinga. Hins vegar úrvinnsla á upptökum og birting á vefnum. Það tekur mislangan tíma eftir því hve mikið af gögnum var safnað. Nú bíða upptökur úr tíu kirkjum eftir úrvinnslu.
Skoða kirkjur í vinnslu