Markmiðið er að hér á vefsíðunni kirkjuklukkur.is verði hægt að nálgast upplýsingar um allar kirkjuklukkur á Íslandi. Hér verður hægt að hlusta á hringingar klukknanna, sjá myndir af þeim og fræðast um sögu klukknanna.
Verkefnið hófst formlega í febrúar 2013 og gert er ráð fyrir að það taki mörg ár að ná öllum kirkjum landsins.
Á vefnum eru nú 86 kirkjur en í heildina eru þær 380.
Hér fyrir neðan geturðu séð nýjustu kirkjurnar í safninu. Smelltu hér til þess að skoða allar kirkjur.
Nýjustu kirkjurnar
Fréttir
Gjöf Grímseyinga endurgoldin
HALLGRÍMSSÖFNUÐUR OG VINIR ENDURGJALDA GRÍMSEYINGUM GJÖF FRÁ ÞVÍ FYRIR 50 ÁRUM Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í Miðgarðakirkju sem verið er að reisa í Grímsey. Kirkjan sem fyrir var [...]
Hljómar frá heimsskautsbaugi – Söfnun fyrir nýjum kirkjuklukkum í Grímsey
Þann 25. september næstkomandi verða söfnunartónleikar í Hallgrímskirkju undir heitinu „Hljómar frá heimsskautsbaugi“ þar sem norðlenskir stórsöngvarar og tónlistarfólk koma fram. Þar er um að ræða Eyþór Inga Jónsson organista og söngvarana Ívar Helgason, Jónas Þór [...]
Stór stund í Skálholti
Það var fallegt veður í Skálholti í gær. Spenna í loftinu því að hífa átti upp í turn nýju klukkuna sem steypt var í Hollandi hjá Petit & Fritsen, og hefur tóninn H1. Vígslubiskupinn í [...]