Markmiðið er að hér á vefsíðunni kirkjuklukkur.is verði hægt að nálgast upplýsingar um allar kirkjuklukkur á Íslandi. Hér verður hægt að hlusta á hringingar klukknanna, sjá myndir af þeim og fræðast um sögu klukknanna.
Verkefnið hófst formlega í febrúar 2013 og gert er ráð fyrir að það taki mörg ár að ná öllum kirkjum landsins.
Á vefnum eru nú 73 kirkjur en í heildina eru þær 377.
Hér fyrir neðan geturðu séð nýjustu kirkjurnar í safninu. Smelltu hér til þess að skoða allar kirkjur.
Nýjustu kirkjurnar
Fréttir
Safnar hljómi kirkjuklukkna landsins
Í þætti Landans á RÚV sunnudaginn 3. maí 2020 var fjallað um verkefnið Kirkjuklukkur Íslands. Guðmundur er flugumferðarstjóri en þegar tími gefst sinnir hann gæluverkefni sínu; Kirkjuklukkum Íslands. „Hugmyndin með verkefninu er að heimsækja allar [...]
Kirkjuklukkur hljóma
Á dögum samkomubanns leitar kirkjan ýmissa leiða til að koma boðskap sínum til fólksins. Í gær ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa [...]
Fjallað um Kirkjuklukkur Íslands í Mannlega þættinum á Rás 1
Í Mannlega þættinum á Rás 1 þann 3. október 2019 var fjallað um verkefnið Kirkjuklukkur Íslands og tilurð þess. Ég spjallaði við Gunnar Hansson um kirkjuklukkur og deildi ýmsum fróðleik. Viðtalið má heyra á ruv.is [...]