Markmiðið er að hér á vefsíðunni kirkjuklukkur.is verði hægt að nálgast upplýsingar um allar kirkjuklukkur á Íslandi. Hér verður hægt að hlusta á hringingar klukknanna, sjá myndir af þeim og fræðast um sögu klukknanna.
Verkefnið hófst formlega í febrúar 2013 og gert er ráð fyrir að það taki mörg ár að ná öllum kirkjum landsins.
Á vefnum eru nú 88 kirkjur en í heildina eru þær 380.
Hér fyrir neðan geturðu séð nýjustu kirkjurnar í safninu. Smelltu hér til þess að skoða allar kirkjur.
Nýjustu kirkjurnar
Fréttir
Kirkjuklukkur ómuðu eftir miðnætti og vöktu nágranna af værum blundi
Ómur kirkjuklukkna vakti íbúa eins úthverfa norsku borgarinnar Björgvinjar af værum svefni skömmu eftir miðnætti að staðartíma. Lögreglunni bárust allmargar tilkynningar frá fólki sem var nokkuð brugðið vegna þessarar óvenjulegu tímasetningar klukknahljómsins. Klukkan var orðin [...]
Hringt til messu í Skálholtsdómkirkju
Það var tignarlegt að hlusta á klukknahringingu við upphaf messu í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 21. janúar 2024. Myndefni er af svæðinu tekið í janúar 2024 og desember 2022.
Gjöf Grímseyinga endurgoldin
HALLGRÍMSSÖFNUÐUR OG VINIR ENDURGJALDA GRÍMSEYINGUM GJÖF FRÁ ÞVÍ FYRIR 50 ÁRUM Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í Miðgarðakirkju sem verið er að reisa í Grímsey. Kirkjan sem fyrir var [...]