Stafholtskirkja var reist á árunum 1875-1877 en það var svo ekki fyrr en 1948 sem forkirkja og kirkjuturn voru byggð. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur. Önnur er ómerkt og talin geta verið frá 18. öld eða eldri. Hins er með áletruninni HER JON JONSEN STAFHOLT 1739. Í ritinu Kirkjur Íslands kemur fram að Jón Jónsson var prestur í Stafholti frá 1707 til 1740 þegar hann lést. Klukkunum er handhringt.

Það er álit þess sem þetta ritar að kirkjan sé sérlega falleg að innan og verður enginn svikinn af að heimsækja hana.

Notkun

Fyrir messu hringir hringjari fyrst annarri klukkunni 3 x 3 slög, þá hinni 3 x 3 slög og loks er báðum klukkum samhringt 3 x 3 slög. Eftir messu er báðum klukkum samhringt 3 x 3 slög.

Líkhringing er hringd á aðra klukkuna fyrir og eftir útför.

Upptökur

Myndir

Heimildir

Heimildir: Kirkjur Íslands, 14. bindi bls. 269.
Hringjari og nærmyndir af klukku: Brynjólfur Guðmundsson, formaður sóknarnefndar
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
Aðstoð við upptöku: Jón Benediktsson
15. júní 2019