Narfeyrarkirkja var byggð árið 1889 á grunni eldri kirkju sem hafði hrunið í óveðri ári áður. Kirkjan færðist til á grunni sínum í óveðri árið 1897 og fauk svo árið 1898. Hún var rifin og endurbyggð árið 1899 1. Í kirkjunni eru tvær klukkur. Sú minni (31 cm) er frá árinu 1691 og er með áletruninni GUDMUNDUR THORLEIFSON ANNO 1691. Sú stærri (35,5 cm) er 16 árum yngri og er með áletruninni: TIL GUDS HUUS KIRCHEN NARVFEER HAVER SIGR GUDMUNDER TODLEVSØN SAMB MADAM HELGA EGGERS DATTER GIVET DENNE KLOCKE TIL GUDS HUSIS ÆRE HAVER MICKELTUNTER BEKARSTED DEND AT LADESTØHE ANNO 1707. Klukkunum er handhringt.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Hreiðar Vilhjálmsson
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
Aðstoð við upptöku: Jón Benediktsson
Þakkir: Kristín Teitsdóttir

22. júlí 2017

  1. Kirkjukort.net