Vesturlandsprófastsdæmi

Forsíða/Vesturlandsprófastsdæmi

Stóra-Vatnshornskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:49+00:004. janúar 2015|Vesturlandsprófastsdæmi|

Stóra-Vatnshornskirkja var vígð þann 15. ágúst 1971. Eins og svo oft er raunin eru klukurnar eldri. Þær eru tvær: Sú stærri er ómerkt en sú minni er síðan 1734. Hún er með áletrunina FSS A 1734. Ekki er vitað fyrir hvað FSS stendur. Oft eru þó nöfn gefenda á klukkunum. Klukkurnar standa í porti við hlið kirkjunnar og er þeim handhringt. Hringingar Fyrir messu er báðum klukkum hringt 5 sinnum þrjú slög eða á meðan prestur gengur til kirkju. Að messu lokinni er hringt 3 sinnum þrjú slög. Líkhringing er gerð þegar kista er borin til kirkju og á sama hátt við lok útfarar þangað til kista er komin að gröfinni. Þá er slegið veikt högg á stærri klukkuna með nokkurra sekúndna millibili. https://www.youtube.com/watch?v=NuPMkQJi1ME Hringjari: Árni Benediktsson Aðstoð við upptöku: Jón Benediktsson Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, laugardaginn 3. janúar 2015

Dagverðarneskirkja

Höfundur: |2017-04-24T00:57:38+00:0024. ágúst 2014|Vesturlandsprófastsdæmi|

Dagverðarneskirkja var byggð 1934. Hún var endursmíðuð úr viði kirkjunnar sem Stefán Björnsson snikkari smíðaði 1848-1849. (Heimild: kirkjukort.net). Í kirkjunni eru tvær kirkjuklukkur sem staðsettar eru á kirkjulofti ofan við innganginn. Engar þverspýtur eða kaðlar eru festar við rambaldana og því sveiflast þær ekki. Þess utan liggur loftklæðning ofan á ramböldum. Klukkunum er því hringt með því einfaldlega að slá kólfunum í klukkurnar. Sú aðferð gefur hringjara meiri möguleika á að stýra hringingum en það er þó á kostnað hljómfegurðar.  Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 18. ágúst 2014 Aðstoð við upptöku: Helga Jónsdóttir Sérstakar þakkir: Guðrún Ingvarsdóttir og Selma Kjartansdóttir, formaður sóknarnefndar.

Staðarhólskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:49+00:0024. ágúst 2014|Vesturlandsprófastsdæmi|

Staðarhólskirkja í Saurbæ í Dölum var vígð þann 3. desember 1899. Elstu heimildir um kirkju í Saurbæ eru um Staðarhólskirkju og Hvolskirkju frá því um 1200. Í kirkjunni eru tvær klukkur. Önnur þeirra, sú minni, er merkt Torsteiren Thordarson Anno 1691 en hin, sú stærri, er ómerkt. Upphaflega virðast báðar klukkurnar hafa verið festar í sama rambaldinn og þannig hringt samtímis þegar togað var í einn kaðal. En nú er minni klukkan fest með járngjörð við rambaldinn en sú stærri er kyrfilega fest enn. Því hefur verið brugðið á það ráð að nota rafmagnsvíra sem festir eru í kólfa klukknanna til þess að hringja þeim. Það gefur hringjara betri stjórn á klukkunum en þó verður að viðurkennast að hljómurinn verður ekki eins fallegur. Þegar upptakan var gerð var nokkur gola og því var upptökutæki staðsett í anddyri kirkjunnar. Bönd í fánastöngum koma þó inn á upptökuna. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 18. ágúst 2014 Aðstoð við upptöku: Helga Jónsdóttir Sérstakar þakkir: Guðrún Ingvarsdóttir og Hugrún Reynisdóttir, formaður sóknarnefndar

Hvammskirkja í Dölum

Höfundur: |2017-01-04T17:58:52+00:0013. júlí 2014|Vesturlandsprófastsdæmi|

Hvammskirkja í Dölum var vígð á páskadag 1884. Í turni hennar eru tvær klukkur en ekki er vitað um uppruna þeirra. Sú stærri er með sprungu og heyrist það glöggt þegar slegið er í hana. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 13. júlí 2014 Hringjari: Hjörtur Sveinsson Sérstakar þakkir: Jón Benediktsson

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Höfundur: |2017-01-04T17:58:52+00:005. júlí 2014|Vesturlandsprófastsdæmi|

Hallgrímskirkja í Saurbæ var vígð sunnudaginn 28. júlí 1957 og voru klukkurnar teknar í notkun á sama tíma. Klukkurnar eru gjöf frá Borgfirðingafélaginu í Reykjavík (Heimild: Alþýðublaðið 30. júlí 1957) Báðum klukkum er hringt við upphaf messu og einnig við lok messu en ekki er hringt í aðdraganda messu. Við lok hjónavígslu er báðum klukkum sömuleiðis hringt. Við lok útfara er hringd líkhringing og þá notuð stærri klukkan á nokkurra sekúndna millibili á meðan kistan er borin til grafar eða í líkbíl. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson fimmtudaginn 3. júlí 2014. Hringjari: Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson

Gilsbakkakirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:52+00:002. júlí 2014|Vesturlandsprófastsdæmi|

Í Gilsbakkakirkju eru tvær koparklukkur. Önnur er frá 1742 en hin ber áletrunina „Ionas R.I.S. 1734“ (heimild: http://kirkjukort.net/kirkjur/gilsbakkakirkja_0155.html). Við messu er báðum klukkum hringt nokkrum sinnum 3 slög. Að loknum útförum er stærri klukkunni hringt með nokkurra sekúndna millibili á meðan kistan er borin út og þar til hún er komin í gröfina. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 2. júlí 2014. Hringjari: Ólafur Magnússon, bóndi á Gilsbakka og hringjari.

Snóksdalskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:52+00:0018. maí 2014|Vesturlandsprófastsdæmi|

Snóksdalskirkja var vígð árið 1875 og er ein elsta bygging í Dölunum. Í kirkjunni eru tvær kirkjuklukkur: Sú eldri frá 1595 og sú yngri frá 1752. Á yngri klukkuna er letrað: Af Hr Magens Audieesii  Til Kirchen Restilt A 1752 en það var Þorbjörg Hannesdóttir frá Snóksdal sem gaf hana. Á eldri klukkunni er einnig áletrun sem lítur svona út: Eldri klukkan er gjöf frá Hannesi Björnssyni sem bjó í Snóksdal og var hún gefin árið 1595. Afi Hannesar, Daði Guðmundsson, var einn helsti andstæðingur Jóns Arasonar biskups á 16. öld (sjá hér). Klukkunum er handhringt af lofti kirkjunnar. Hægt er að opna hlera á turni kirkjunnar svo hringing berist betur út. Hringt er við upphaf messu. Þá er stærri klukkunni hringt þrjú slög og í beinu framhaldi báðum klukkum þrjú slög. Er þetta endurtekið nokkrum sinnum. Við útfarir er hringt þegar gengið er með kistu úr kirkju. Þá er eingöngu stærri klukkunni hringt og gjarnan veikari hringing. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 18. maí 2014 Aðstoð við upptöku: Jón J. Benediktsson Hringjari: Ásgeir Salberg Jónsson Sérstakar þakkir: Jón Benediktsson

Húsafellskapella

Höfundur: |2017-01-04T17:58:52+00:005. apríl 2014|Vesturlandsprófastsdæmi|

Í Húsafellskapellu er ein kirkjuklukka. Klukkan var gefin til minningar um Herdísi Jónsdóttur f. 27. júlí 1890 d. 6. september 1972. Klukkunni er handhringt. Í sáluhliði kirkjugarðsins við kapelluna er önnur klukka. Sú er eldri en ekki er vitað um uppruna hennar. Hún var notuð á árum áður til að kalla vinnumenn í mat á Húsafelli. Klukkan í sáluhliðinu er sprungin og heyrist það glöggt þegar henni er hringt. Klukka í kapellu     Sáluhlið   Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 5. apríl 2014 Hringari var Guðmundur Karl Einarsson. Var þetta í fyrsta skipti sem Guðmundur hringir svo stórri klukku og þarf greinilega á frekari æfingu að halda.

Hjarðarholtskirkja

Höfundur: |2014-08-24T04:51:20+00:002. mars 2014|Vesturlandsprófastsdæmi|

Í Hjarðarholtskirkju eru tvær klukkur sem er handhringt. Ekki er vitað um uppruna þeirra en þó er vitað að klukkurnar eru eldri en kirkjan sjálf sem var byggð árið 1904. Á minni klukkuna, sem virðist talsvert eldri en sú stærri, er letrað BIADNE BIADNESSEN A ATNERBAILE 1720. Talið er að hér sé átt við Bjarna Bjarnason frá Arnarbæli. Bjarni fæddist um 1644 og lést 1723. Hann nam við Skálholtsskóla í tvö ár og var síðan í útlöndum um skeið. Árið 1688 gerðist hann bóndi í Arnarbæli en fyrir þann tíma bjó hann á Hesti í Önundarfirði. Bjarni bjó á Arnarbæli til æviloka. Hann var lögsagnari í Dalasýslu 1696-1697 og lögréttumaður. Honum var lýst sem auðugum, skýrum og margfróðum auk þess sem hann talaði nokkur tungumál. Bjarni kvæntist Guðnýju Hákonardóttur frá Miðgörðum í Staðarsveit. Þau eignuðust átta börn en auk þeirra átti Bjarni einn launson. (Heimild: Dalamenn II. bindi, æviskrár 1703-1961. Höfundur Jón Guðnason, gfin út í Reykjavík árið 1961) Hringing við messur Fyrir messu er báðum klukkum hringt sex sinnum. Á stórhátíðum er hringt 9 sinnum. Eftir messu er hringt þrisvar sinnum. Hringt er við upphaf messu. Ekki er venja að hringja 30 mínútum og 15 mínútum fyrir messu. Ástæðan er sú að Hjarðarholtskirkja er staðsett langt frá byggð og hljómur klukknanna berst ekki langt. Hringing við útför Þegar kista er borin til kirkju er minni klukkunni hringt nokkur slög á meðan verið er að bera kistuna inn og koma henni fyrir. Ekki er hringt við upphaf útfarar. Eftir útför er stærri klukkunni hringt einu slagi með nokkurra sekúndna millibili á meðan kista er borin út og þar til hún er komin upp fyrir húshorn.   Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 1. [...]

Reykholtskirkja

Höfundur: |2019-07-31T00:58:26+00:0029. desember 2013|Vesturlandsprófastsdæmi|

Í turni Reykholtskirkju nýrri eru alls sex klukkur: Tvær klukknanna hafa tilheyrt Reykholtskirkju lengi og voru í eldri kirkjunni sem reist var 1886-1887. Önnur þeirra er líklega frá síðmiðöldum og er 36,5 cm í þvermál. Hin er frá árinu 1745 og á hana er letrað: KLOCKEN LYDER TIDEN GAAR GUD SAMLE OS I ENGLE KAAR. Yngri klukkan var umsteypt árið 1745 úr eldri klukku frá Reykholti. Tvær komu frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Stærsta klukkan var gefin kirkjunni við vígslu turnsins árið 2005. Minnsta klukkan er gamla skólabjalla Héraðsskólans í Reykholti. Sú er ekki notuð. Turninn í Reykholtskirkju nýrri var vígður árið 2005. Velgjörðarmaður kirkjunnar, Jan Petter Røed, gaf þá kirkjunni stærstu klukkna auk þess að kosta allan búnað og uppsetningu hans. Það er merkilegt að í turni Reykholtskirkju blandast saman fjórar gamlar klukkur og ein ný. Það veldur því að hljómurinn er ekki 100% hreinn úr gömlu klukkunum. Við uppsetninguna var leitast við að láta gömlu klukkurnar sveiflast til þess að ná sem bestum hljómi úr þeim. Það reyndist hins vegar vandkvæðum bundið þar sem þær eru litlar og þar af leiðandi léttar. Því eru klukkurnar nú notaðar þannig að rafstýrður hamar slær í þær. Hringibúnaður Apollo II frá Clock-o-Matic. Klukkum Reykholtskirkju er hringt 15 mínútur fyrir messu, við upphaf messu og við lok messu. Þá er líkhringing hringd á stærstu klukkuna þegar kista er borin til kirkju að útför lokinni. Heimildir Hringjari: Sr. Geir Waage, sóknarprestur Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 3. nóvember 2017 Vitnað er í samtal við sr. Geir, upplýsingar á vef Snorrastofu og Kirkjur Íslands, 13. bindi (2009) [...]