Stóra-Ásskirkja var reist árið 1897 og tilheyrir nú Reykholtssókn. Í kirkjunni eru tvær klukkur. Á þá stærri stendur letrað Soli Deo Gloria. Anno 1726 en engin áletrun er á þeirri minni. Klukkunum er handhringt.

Notkun

Við upphaf messu er annarri klukkunni hringt 3 x 3 slög, ýmist þeirri stærri eða þeirri minni. Sama á við um við lok messu.

Þegar kista er borin til kirkju er hringd líkhringing á minni klukkuna með nokkurra sekúndan millibili. Sama á við um þegar kista er borin úr kirkju að lokinni útför.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 6. febrúar 2016
Hringjari: Kolbeinn Magnússon, bóndi á Stóra-Ási