Hallgrímskirkja í Saurbæ var vígð sunnudaginn 28. júlí 1957 og voru klukkurnar teknar í notkun á sama tíma. Klukkurnar eru gjöf frá Borgfirðingafélaginu í Reykjavík (Heimild: Alþýðublaðið 30. júlí 1957)

Báðum klukkum er hringt við upphaf messu og einnig við lok messu en ekki er hringt í aðdraganda messu. Við lok hjónavígslu er báðum klukkum sömuleiðis hringt. Við lok útfara er hringd líkhringing og þá notuð stærri klukkan á nokkurra sekúndna millibili á meðan kistan er borin til grafar eða í líkbíl.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson fimmtudaginn 3. júlí 2014.

Hringjari: Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson