Stóra-Vatnshornskirkja var vígð þann 15. ágúst 1971. Eins og svo oft er raunin eru klukurnar eldri. Þær eru tvær: Sú stærri er ómerkt en sú minni er síðan 1734. Hún er með áletrunina FSS A 1734. Ekki er vitað fyrir hvað FSS stendur. Oft eru þó nöfn gefenda á klukkunum.

Klukkurnar standa í porti við hlið kirkjunnar og er þeim handhringt.

Hringingar

Fyrir messu er báðum klukkum hringt 5 sinnum þrjú slög eða á meðan prestur gengur til kirkju. Að messu lokinni er hringt 3 sinnum þrjú slög.

Líkhringing er gerð þegar kista er borin til kirkju og á sama hátt við lok útfarar þangað til kista er komin að gröfinni. Þá er slegið veikt högg á stærri klukkuna með nokkurra sekúndna millibili.

Hringjari: Árni Benediktsson
Aðstoð við upptöku: Jón Benediktsson
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, laugardaginn 3. janúar 2015