Staðastaðarkirkja var vígð 1945 og skartar tveimur hljómfögrum klukkum. Þær eru fremur stórar miðað við sveitakirkjur enda er kirkjan sjálf vegleg.

Klukkurnar eru ekki merktar og því liggur ekki fyrir hvaðan þær koma eða hve gamlar.