Snóksdalskirkja var vígð árið 1875 og er ein elsta bygging í Dölunum. Í kirkjunni eru tvær kirkjuklukkur: Sú eldri frá 1595 og sú yngri frá 1752. Á yngri klukkuna er letrað: Af Hr Magens Audieesii  Til Kirchen Restilt A 1752 en það var Þorbjörg Hannesdóttir frá Snóksdal sem gaf hana.

Á eldri klukkunni er einnig áletrun sem lítur svona út:

Eldri klukkan er gjöf frá Hannesi Björnssyni sem bjó í Snóksdal og var hún gefin árið 1595. Afi Hannesar, Daði Guðmundsson, var einn helsti andstæðingur Jóns Arasonar biskups á 16. öld (sjá hér).

Klukkunum er handhringt af lofti kirkjunnar. Hægt er að opna hlera á turni kirkjunnar svo hringing berist betur út. Hringt er við upphaf messu. Þá er stærri klukkunni hringt þrjú slög og í beinu framhaldi báðum klukkum þrjú slög. Er þetta endurtekið nokkrum sinnum. Við útfarir er hringt þegar gengið er með kistu úr kirkju. Þá er eingöngu stærri klukkunni hringt og gjarnan veikari hringing.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 18. maí 2014
Aðstoð við upptöku: Jón J. Benediktsson

Hringjari: Ásgeir Salberg Jónsson

Sérstakar þakkir: Jón Benediktsson