Hellnakirkja var vígð 12. ágúst 1945 en klukkurnar virðast mun eldri. Klukkurnar eru tvær: Önnur kirkjuklukka með talsverðum áletrunum en hin skipsklukka og nokkru minni. Vegna erfiðra aðstæðna var ekki hægt að komast nægjanlega nálægt klukkunum til þess að greina áletranir eða ártöl á þeim.

Að jafnaði er aðeins kirkjuklukkan notuð.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 4. júlí 2015
Hringjari: Hafdís Ásgeirsdóttir