Í Gilsbakkakirkju eru tvær koparklukkur. Önnur er frá 1742 en hin ber áletrunina „Ionas R.I.S. 1734“ (heimild: http://kirkjukort.net/kirkjur/gilsbakkakirkja_0155.html).

Við messu er báðum klukkum hringt nokkrum sinnum 3 slög. Að loknum útförum er stærri klukkunni hringt með nokkurra sekúndna millibili á meðan kistan er borin út og þar til hún er komin í gröfina.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 2. júlí 2014.

Hringjari: Ólafur Magnússon, bóndi á Gilsbakka og hringjari.