Suðurprófastsdæmi

Forsíða/Suðurprófastsdæmi

Bjarnaneskirkja

Höfundur: |2019-10-27T21:42:37+00:0027. október 2019|Suðurprófastsdæmi|

Bjarnaneskirkja var vígð árið 1976. Kirkjuklukkan hangir framan við kirkjuna. Klukkan er frá árinu 1911 og var áður í gömlu Bjarnaneskirkjunni við Laxá. Öðru megin stendur á hana letrað Bjarnarnes kirkja 1911 en hinu megin stendur Gegossen Von C. Voss und sohn Stettin. No. 1956. Klukkunni er handhringt. Notkun Klukkunni er hringt við eftirfarandi athafnir: Upphaf og lok messu: 3 x 3 slög Kista borin til kirkju og kistulagning: líkhringing Upphaf útfarar: 3 x 3 slög Lok útfarar: líkhringing Bænastundir: 3 x 3 slög Upptökur Myndir Heimildir Hringjari, upptaka og ljósmyndir: Sr. Gunnar Stígur Reynisson 25. október 2019

Stafafellskirkja

Höfundur: |2019-08-05T22:09:36+00:005. ágúst 2019|Suðurprófastsdæmi|

Stafafellskirkja var vígð árið 1866. Í kirkjunni eru tvær klukkur sem hanga á lofti fremst í kirkjunni. Sú eldri er frá árinu 1884 en talið er að sú yngri sé frá því um 1900. Klukkurnar eru án merkinga og jafn stórar, 31,2 cm í þvermál. Í vísitasíu vígslubiskups kemur fram að klukkustrengur hafi lengi verið með arnarklóm sem nú eru horfnar. Notkun Við upphaf messu eru báðum klukkum hringt 3 x 3 slög. Sömuleiðis við lok messu. Við upphaf útfarar er slegin 3 x 3 slög í aðra klukkuna. Upptökur Myndir Heimildir Kirkjur Íslands, 23. bindi 2014. Bls. 363. Sr. Gunnar Stígur Reynisson. Hringjari og upptaka: Sr. Gunnar Stígur Reynisson, 14. janúar 2019.

Landakirkja, Vestmannaeyjum

Höfundur: |2017-01-04T17:58:49+00:0017. apríl 2015|Suðurprófastsdæmi|

Saga klukknanna Núverandi Landakirkja í Vestmannaeyjum var reist á árunum 1774-1778 en áður stóðu þar eldri kirkjur. Kirkjukort.net. (e.d.). Landakirkja. Sótt 18. apríl 2014 af http://kirkjukort.net/kirkjur/landakirkja_0215.html.  Í Landakirkju í Vestmannaeyjum eru tvær kirkjuklukkur. Sú eldri er síðan 1617 en sú yngri síðan 1743. Á eldri klukkunni er að finna þessa latnestu áletrun: “Verbum domini manet in æternum. Hans Kemmer me fecit 1617” en á íslensku þýðir hún: "Orð Guðs varir að Eilífu — Hans Kemmer gerði mig 1617." Á yngri klukkuna eru ritaðar ljóðlínur á dönsku. Einar H. Eiríksson. (1969). Landakirkja. Framsóknarblaðið, Jólin 1969, 10. Þegar Tyrkjaránið var framið í Vestmannaeyjum árið 1627 var kirkjan þar brennd en sem betur fer tókst að koma klukkunum undan. Á þeim tíma átti kirkjan tvær klukkur, klukkuna frá 1617 og aðra eldri. Þeirri eldri var reyndar stolið úr kirkjunni árið 1614 þegar sjóræningjar rændu kirkjuna. Þeir buðu hana síðar til sölu í Englandi en þar sem klukkan var merkt Landakirkju í Vestmannaeyjum komst upp um þjófana. Englandskonungur lét þá senda klukkuna aftur til Vestmannaeyja en ræningjarnir voru dregnir fyrir dóm og teknir af lífi. Sigfús M. Johnsen. (1965). Jólaminningar. Fylkir, 18. tölublað - jólablað, 17. Talið er að eldri klukkan, sú sem send var til baka frá Englandi, hafi verið seld árið 1743 fyrir 68 ríkisdali og ný klukka keypt í staðinn. Sigfús M. Johnsen. (1953). Landakirkja í Vestmannaeyju. Fálkinn, 47.-49. tölublað, 32. Klukkurnar í Landakirkju voru stærstu kirkjuklukkur á Íslandi allt þar til klukkurnar í Landakotskirkju í Reykjavík voru settar upp. Klukkunum var handhringt til ársins 1968 þegar Ásgeir Long setti upp rafmagnshringibúnað. Helgina 10 - 11. desember 2005 kom sprunga í yngri klukkuna þegar verið var að hringja við athöfn. Óttuðust menn að klukkan væri ónýt. Kirkjuklukkan hljóðnaði. (2005, [...]

Hlíðarendakirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:50+00:0030. júlí 2014|Suðurprófastsdæmi|

Hlíðarendakirkja var byggð árið 1898 en eins og víða eru klukkurnar eldri. Sú eldri er frá árinu 1694 en sú yngri frá árinu 1740. Klukkurnar hanga í turni kirkjunnar og er þeim handhringt. Ekki er hægt að opna turninn og því dempast hringingar klukknanna talsvert niður fyrir utan. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 26. júlí 2014 Hringjari: Guðmundur Karl Einarsson Aðstoð við upptöku: Helga Jónsdóttir Þakkir: Auður Ágústsdóttir á Teigi

Úlfljótsvatnskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:50+00:0022. júlí 2014|Suðurprófastsdæmi|

Úlfljótsvatnskirkja var byggð árið 1863 en turninum var bætt við árið 1961 (kirkjukort.net). Í kirkjunni eru tvær klukkur og er letrað á þær báðar: E.B.S. ANNO 1744. Þær eru því 270 ára gamlar þegar þessi upptaka var gerð. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 20. júlí 2014. Aðstoð við upptöku: Pétur Helgi Einarsson Sérstakar þakkir: Guðmundur Þorvaldsson og Kristín Guðrún Gísladóttir á Bíldsfelli.

Þingvallakirkja

Höfundur: |2016-05-01T16:22:05+00:0028. desember 2013|Suðurprófastsdæmi|

Sú kirkja, sem nú stendur á Þingvöllum, var vígð árið 1859 en 1907 var turn hennar endurbyggður og honum breytt frá fyrra horfi. Í turninum eru þrjár klukkur, ein forn, önnur gefin kirkjunni af Jóni Vídalín biskup á vígsluári hans 1698 og sú þriðja er "Íslandsklukkan" frá 1944.Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (e.d.). Kristnitaka. Sótt 7. febrúar 2016 af http://www.thingvellir.is/saga/kristnitaka.aspx. Upptaka: RÚV

Skálholtskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:55+00:0022. febrúar 2013|Suðurprófastsdæmi|

Upptökur: RÚV Ein klukka Af vef Skálholtskirkju: http://skalholt.is/skalholtsdomkirkja/klukkur/ Í turni Skálholtskirkju eru átta kirkjuklukkur og eru fimm þeirra gjafir frá Norðurlöndunum. Einnig eru gamlar klukkur þar.       Skálholtskirkja - myndband