Hlíðarendakirkja var byggð árið 1898 en eins og víða eru klukkurnar eldri. Sú eldri er frá árinu 1694 en sú yngri frá árinu 1740. Klukkurnar hanga í turni kirkjunnar og er þeim handhringt. Ekki er hægt að opna turninn og því dempast hringingar klukknanna talsvert niður fyrir utan.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 26. júlí 2014
Hringjari: Guðmundur Karl Einarsson
Aðstoð við upptöku: Helga Jónsdóttir
Þakkir: Auður Ágústsdóttir á Teigi