Oddakirkja var vígð 9. nóvember 19241. Í turni kirkjunnar eru þrjár klukkur. Tvær stærri klukkurnar eru ómerktar en sú minnsta er merkt: ODDE 17 AT 84. Þvermál klukknanna er eftirfarandi:

  • Stærsta: 50,5 cm
  • Mið: 50 cm
  • Minnsta: 24,5 cm

Notkun

Fyrir og eftir messu eru slegin 3 x 3 slög.

Fyrir útför er líkhringing slegin 9 sinnum.

Eftir útför er líkhringing slegin á meðan verið er að ganga út með kistuna.

Upptökur

Myndir

Heimildir

Hringjari: Hróbjartur Heiðar Ómarsson
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
5. júlí 2021

  1. Morgunblaðið, 16. nóvember 1924. Sótt af timarit.is.