Hrunakirkja var reist á árunum 1865-1866 og í hana var notað timbur úr eldri kirkju á staðnum sem reist var árin 1825-1829. Í turni Hrunakirkju eru tvær kirkjuklukkur. Minni klukkan er síðan 1929 og merkt Hrunakirkja 1929 en sú stærri, sem er ómerkt, var keypt í kirkjuna árið 1947 í stað annarrar sem datt niður og brotnaði. Árið 1929 voru raunar tvær klukkur keyptar í kirkjunna í stað tveggja eldri klukkna sem voru sprungnar og ónýtar. Í vísitasíu prófasts frá 1930 er sagt frá því að klukkurnar hafi kostað 472,78 kr. Gömlu ónýtu klukkurnar gengu upp í þær nýju fyrir 90,47 kr en afgangurinn greiddur með samskotafé. 1

Notkun

  • Fyrir messu er annarri klukkunni hringt 3×3 slög
  • Eftir messu er annarri klukkunni hringt 3×3 slög
  • Við brúðkaup, jól, páska og hvítasunnu er báðum klukkum samhringt fyrir og eftir messu, 3×3 slög.
  • Líkhringing, 9 slög, er slegin á stærri klukkna þegar kista er borin til kirkju, fyrir útför og eftir útför.
  • Við skírn er eingöngu notuð minni klukkan, 3×3 slög

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Marta Esther Hjaltadóttir, formaður sóknarnefndar.
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
17. júlí 2019

  1. Kirkjur Íslands, 1. bindi, 2001. Bls. 94.