Hofskirkja í Öræfum var vígð árið 1880. Á kirkjuloftinu, undir súð, eru tvær klukkur. Stærri klukkan, 28 cm í þvermál, er merkt ROVER OF NEWCASTLE 1811. Klukkan er úr skipinu Rover og Newcastle sem rak mannlaust upp í Hnappavallafjöru þann 14. nóvember 1817. Minni klukkan er ómerkt en talið er að hún sé einnig úr skipi.1

Notkun

Upphaf messu: Þegar prestur stígur út úr þjónustuhúsinu (og kominn er messutími), þá er báðum kirkjuklukkunum hringt, þrisvar. Prestur kemur inn í kirkju og þegar hann stendur við altarið þá er aftur hringt báðum kirkjuklukkunum, þrisvar.

Lok messu: Þegar síðasti sálmur hefur verið sunginn þá er báðum kirkjuklukkunum hringt, þrisvar (svo gengur presturinn út og organistinn spilar lokalagið).

Kista borin til kirkju: Þegar búið er að taka líkkistuna úr bílnum hefst hringingin. Annarri klukkunni er hringt og leitast við að láta einungis heyrast 1 slag. Hljóðið er látið deyja nokkurn vegin út áður en næsta slag hljómar. Klukkunni er hringt á þennan máta þangað til kistan er komin á sinn stað, inni í kór, framan við altarið.

Upphaf útfarar: Þegar prestur stígur út úr þjónustuhúsinu (og kominn er að útför), þá er annarri kirkjuklukkunni hringt, þrisvar. Leitast er við að hafa bara eitt slag sem er látið deyja nokkurn veginn út áður en næsta hringing byrjar. Prestur kemur inn í kirkju og þegar hann stendur við altarið þá er þá er annarri kirkjuklukkunni hringt, þrisvar. Leitast er við að hafa bara eitt slag sem er látið deyja nokkurn veginn út áður en næsta hringing byrjar.

Lok útfarar: Þegar líkmenn leggja af stað með kistuna er annarri kirkjuklukkunni hringt hljóðlega (1 slag, hljóðið látið deyja út áður en hringt er aftur). Haldið er áfram að hringja á þennan hátt þar til allir eru komnir út úr kirkjunni.

Upptökur

Myndir

Heimildir

Upptaka, ljósmyndir og hringingar: Sr. Gunnar Stígur Reynisson
20. janúar 2021

  1. Kirkjur Íslands, 23. bindi. 2014, bls. 139.