Brunnhólskirkja var vígð árið 1899. Í kirkjunni eru tvær klukkur en aðeins önnur þeirra (sú stærri) er notuð. Stærri klukkan er 25 cm er þvermál og 18 cm á hæð. Á henni stendur ANNO 1739. Minni klukkan er 19 cm í þvermál og 15,5 cm á hæð og er ómerkt. Í 23. bindi af Kirkjum Íslands kemur fram að stærri klukkan hafi verið brotin en lagfærð eftir 1970.

Báðar klukkurnar koma úr Einholtskirkju, forvera Brunnhólskirkju.

Notkun

  • Við upphaf og lok messu er hringt 3 x 3 slög.
  • Við upphaf útfarar eru hringd 3 x 3  slög.
  • Við lok útfarar er líkhringing slegin á meðan gengið er með kistu að gröf.

Upptökur

Myndir

Heimildir

Upptaka og ljósmyndir: Sr. Gunnar Stígur Reynisson
15. nóvember 2020

Heimildir: Sr. Gunnar Stígur Reynisson og Kirkjur Íslands, 23. bindi, bls. 34.