Reyniskirkja í Mýrdal var vígð þann 26. maí 1946.1 Í kirkjunni eru tvær klukkur. Minni klukkan er 30 cm í þvermál að neðan og á henni stendur: ANNO 1727 GLORIA DEO IN EXCELSIS (dýrð sé Guði í upphæðum). Einnig eru stafirnir IM S S sem geta vísað til gefenda klukkunnar.

Stærri klukkan er ómerkt en hún er 35 cm í þvermál að neðan.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Aðstoð við upptöku: Jón Skjöldur Níelsson
Hringjari og upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
28. júlí 2020

  1. Kirkjuritið – 6.-7. Tölublað (01.06.1946), bls. 228. Tímarit.is.