Úlfljótsvatnskirkja var byggð árið 1863 en turninum var bætt við árið 1961 (kirkjukort.net). Í kirkjunni eru tvær klukkur og er letrað á þær báðar: E.B.S. ANNO 1744. Þær eru því 270 ára gamlar þegar þessi upptaka var gerð.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 20. júlí 2014.
Aðstoð við upptöku: Pétur Helgi Einarsson

Sérstakar þakkir: Guðmundur Þorvaldsson og Kristín Guðrún Gísladóttir á Bíldsfelli.