Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

Forsíða/Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

Neskirkja

Höfundur: |2017-10-17T22:03:12+00:0017. október 2017|Reykjavíkurprófastsdæmi vestra|

Neskirkja var vígð þann 14. apríl 1957. Í klukknaporti sem er innbyggt í kirkjuna eru þrjár klukkur í litlu rými. Klukkunum er rafhringt en minnsta klukkan er óvirk. Þegar þetta er ritað (2017) er talið að hún hafi verið óvirk í a.m.k. 20 ár. Klukkurnar eru steyptar í Kaupmannahöfn á þeim stendur: Støbt af Bløw & Sør København 1956. Notkun Eins og áður sagði er minnsta klukkan óvirk og því bara tvær stærri klukkurnar sem eru notaðar. 30 mín fyrir messu er báðum klukkum hringt í 3 mín. 15 mín fyrir messu er báðum klukkum hringt í 3 mín. Við upphaf messu er báðum klukkum hringt í 4-5 mín. Eftir messu eru slegin 3x3 slög á stærstu klukkuna. Fyrir útför er líkhringing á stærstu klukkuna. Slegin eru 9 slög með 10 sek millibili. Eftir útför er annað hvort slegið 3x3 slög á stærstu klukkuna eða líkhringing með 20 sek millibili. Upptökur Við upptökur þann 11. júlí 2017 ákvað undirritaður að prófa að handhringja minnstu klukkunni með til þess að heyra samhljóminn. Það gekk þó heldur brösulega þar sem hún er afar stirð og því erfitt að ná takti í samhljómi með hinum. En sú upptaka er hér fyrir neðan. Undirritaður þurfti að hlaupa upp í turn eftir að hafa sett stóru klukkurnar af stað og því líða um 40 sek þar til litla klukkan kemur inn. Myndband   Myndir Heimildir Upplýsingar og aðstoð: Rúnar Reynisson Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 11. júlí 2017

Laugarneskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:49+00:0023. nóvember 2014|Reykjavíkurprófastsdæmi vestra|

Laugarneskirkja var vígð 18. desember 1949. Á þeim tíma var kirkjuturninn tómur og engar klukkur í kirkjunni og voru þær ekki teknar í notkun fyrr en 24. desember 1954. Sóknarnefnd Laugarnessóknar sendi frá sér svohljóðandi tilkynningu í Morgunblaðið 1. mars 1955. Þegar Laugarneskirkja var vígð árið 1949, var fé ekki fyrir hendi, til að kaupa klukkur í kirkjuna. Var því notast við hljómplötu með klukknahringingu, og magnara, svo að hljómurinn bærist sem víðast yfir. Var þetta svo vel úr garði gert sem auðið var, en gat þó auðvitað ekki jafnast á við virkilegar kirkjuklukkur. Því hóf Bræðrafélag Laugarnessóknar og Kvenfélag Laugarnessóknar, árið 1953, fjársöfnun meðal sóknarbúa, til kaupa á kirkjuklukkum. Undirtektir voru svo góðar, að á mjög ksömmum tíma safnaðist nægilegt fé til kaupanna. Var nú hafist handa um útvegun klukknanna. Höfðu félögin sér til rauðneytis um tónval klukknanna, þár dr. Pál Ísólfsson og Dr. Urbancic. Formaður söfnunarnefndar, hr. Sigurður H. Pétursson, gerlafræðingur, afhenti sóknarnefnd svo klukkurnar skuldlausar við kirkjudyr í tæka tíð til þess, að hægt varð að samhringja þeim til aftansöngs á aðfangadagskvöld síðastliðinna jóla (1954), og voru þær um leið vígðar og forgöngumönnum og gefendum færðar þakkir af prédikunarstól. Þar er safnaðarstjórn er óumræiðilega þakklát fyrri þessa stóru og góðu gjöf til kirkjunnar, telur hún sér bæði ljúft og skylt, að þakka öllum þeim, sem á einn eða annan hátt stuðluðu að því, að þessar langþráðu veglegu og hljómfögru klukkur eru nú komnar í kirkjuna. Sóknarnefnd Laugarnessóknar Klukkur Laugarneskirkju eru þrjár. Tvær þeirra eru síðan 1954 en sú þriðja og minnsta er síðan 2005. Minnsta klukkan var framleidd af Eijsbouts í Hollandi en árið 2005 voru hinar klukkurnar yfirfarnar og hreinsaðar ásamt því að skipt var um hringingarbúnað og stál uppistöður voru endurnýjaðar. [...]

Háteigskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:52+00:009. mars 2014|Reykjavíkurprófastsdæmi vestra|

Háteigskirkja var vígð á aðventunni árið 1965. Eins og algengt er var kirkjan þó án kirkjuklukkna fyrstu árin eða til 1979. Árið 1977 var tekin ákvörðun um kaupa skyldi klukkur í Háteigskirkju enda hafði Kvenfélag Háteigskirkju þá heitið fjárstuðningi til kaupanna. Félagið safnaði og lagði fram 3 milljónir króna en ekki er vitað hver heildarkostnaður við kaup og uppsetningu klukknanna varð. Í Morgunblaðinu þann 15. september 1979 er þó sagt frá því að söfnuðurinn sé í fjárhagslega erfiðri stöðu eftir kaupin þar sem safnaðargjöld voru notuð til kaupanna sem og lánsfé. Klukkurnar voru vígðar í messu kl. 11 sunnudaginn 16. september 1979. Kirkjuklukkur Háteigskirkju eru fjórar og er þeim stýrt með rafbúnaði: stærsta klukkan er í nyrðri turni kirkjunnar og þrjár minni í syðri turninum. Það voru klukkugerðarmenn Koninklijke Eijsbout í Asten í Hollandi sem steyptu klukkurnar og önnuðust uppsetningu ásamt starfsmönnum frá byggingarfélaginu Ármannsfelli en Einar Þorbjörnsson, verkfræðingur, hafði umsjón með verkinu. Koninklijke Eijsbout hefur smíðað fyrir fleiri íslenskar kirkjur og má þar nefna Hallgrímskirkju og Landakotskirkju. Á klukkurnar er letrað EIJSBOUTS ME FECIT sem þýðir á latínu: Eijsbouts bjó mig til. Einnig stendur á þeim Háteigskirkja 1979. Heimild: Morgunblaðið, 201. tölublað (15.09.1979), Blaðsíða 8 Notkun klukknanna 30 mínútum fyrir messu er minnstu klukkunni hringt í eina og hálfa mínútu. 15 mínútum fyrir messu eru tveimur minnstu klukkunum hringt í tvær mínútur Við upphaf messu er þremur minnstu klukkunum hringt í fjórar mínútu. Á stórhátíðum er öllum fjórum klukkum kirkjunnar samhringt við upphaf messu. Við lok messu er ýmist samhringt öllum fjórum klukkunum eða þá þremur minnstu klukkunum. Við útfarir er hringd líkhringing en þá slær stærsta klukkan eitt slag á 6 sekúndna fresti í 5 mínútur fyrir og eftir athöfn. Við bænastundir og kistulagningar er stærstu klukkunni hringt [...]

Bústaðakirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:54+00:0016. febrúar 2014|Reykjavíkurprófastsdæmi vestra|

Bústaðakirkja var vígð árið 1971. Í klukkuturni Bústaðakirkju eru 8 klukkur að meðtöldu klukknaspili sem hægt er að leika á frá orgeli kirkjunnar. Turninn er gjöf frá Þórði Kristjánssyni, byggingameistara og Unni Runólfsdóttur. Ein klukkan er langstærst og er hún gjöf Ingvar Helgasonar, stórkaupmanns, og fjölskyldu hans til minningar um foreldra Ingvars, frú Guðrúnu Lárusdóttur og Helga Ingvarsson, lækni. Tvær jafnstórar klukkur nokkru minni eru gefnar af Kvenfélagi Bústaðasóknar í tilefni af ári aldraðra, og hin klukkan af foreldrum Steinars Skúlasonar, efnismanns hins mesta, sem fórst í bílslysi 25. nóvember 1985 aðeins 21 árs gamall. Foreldrar Steinars eru hjónin frú Erla Vilhjálmsdóttir og Skúli Jóhannesson, kaupmenn.  Þá hefur einnig borist minningargjöf um Hallgrím Jónsson, málarameistara, sem hefði orðið 75 ára gamall 18. desember 1985, en Hallgrímur andaðist 21. september 1984. Þeirri minningargjöf fylgdu einnig guðsorðabækur gamlar, en Hallgrímur var mikill bókamaður og batt sjálfur inn.Margir aðrir hafa einnig orðið til að styrkja klukknakaupin og uppsetningu þeirra og ber þar sérstaklega að nefna Ottó A. Michelsen og fyrirtæki hans, Skrifstofuvélar hf. Morgunblaðið, 24. desember 1985. Tilkynning frá Ólafi Skúlasyni Eftirtaldir gáfu fé til kaupa á klukkunum: Ingvar Helgason, Sigríður Guðmundsdóttir og fjölskylda. Skúli Jóhannesson og Erla Vilhjálmsdóttir. Kvenfélag Bústaðasóknar. Séra Ólafur Skúlason vígði turn og klukkur á aðfangadag jóla 1985. Klukkurnar voru framleiddar í Noregi af Olsen Nauen Klokkestøperi. Hringing 30 mínútum fyrir messu Hringing 15 mínútum fyrir messu Hringing við upphaf messu Hringing eftir messu

Langholtskirkja

Höfundur: |2019-09-02T09:18:28+00:008. desember 2013|Reykjavíkurprófastsdæmi vestra|

Í Langholtskirkju eru þrjár klukkur. Sérstakt klukknaport var byggt fyrir klukkurnar þegar þær voru settar upp en það hefur síðan verið endurnýjað. Árið 1962 stofnuðu hjónin Elín Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason klukknasjóð með 35.000 kr framlagi sem þá var stærsta gjöf sem einstaklingar höfðu gefið. Á sóknarnefndarfundi þann 13. maí 1965 var ákveðið að kaupa kirkjuklukkur frá þýsku fyrirtæki. Þetta voru alls 5 klukkur en ákveðið var að kaupa þær þrjár minnstu fyrst. 26. október 1965 var greint frá því að kirkjuklukkurnar væru komnar en það vantaði fé til að koma þeim upp fyrir jól. Klukkurnar voru settar upp fyrir jólin 1965. Á aðalfundi safnaðarins þann 15. nóvember 1981 sagði Vilhjálmur Bjarnason frá því  að tvær klukknanna vantaði enn, tvær þær stærstu, 1050 kg. og 1950 kg. Hann sagði að byggja þyrfti sterkari uppistöður undir þær og yrðu þær að vera mjög háar, hærri en kirkjan svo hljómurinn berist út yfir sundin blá eins og Vilhjálmur orðaði það í ræðu sinni. Texti fenginn af vef Langholtskirkju. Vísir 20. desember 1965 (timarit.is) Upptaka: RÚV   https://www.kirkjuklukkur.is/frettir/thjodin-vakin-kl-0715/

Hallgrímskirkja

Höfundur: |2019-10-18T10:03:36+00:007. desember 2013|Reykjavíkurprófastsdæmi vestra|

Í Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur og auk þeirra klukkuspil sem samanstendur af 29 klukkum. Það var Samband íslenskra samvinnufélaga sem gaf Hallgrímskirkju klukkurnar við athöfn í kirkjunni föstudaginn 19. mars 1971. Fram kemur í fréttum af gjöfinni að ákvörðun um að gefa klukkurnar hafi verið tekin 29 árum áður. Stærsta klukkan heitir Hallgrímur (eftir sr. Hallgrími Péturssyni), vegur 2.815 kg og hefur tóninn h. Miðklukkan heitir Guðríður (eftir eiginkonu Hallgríms), vegur 1.650 kg og hefur tóninn d. Minnsta klukkan heitir Steinunn (eftir dóttur þeirra hjóna sem lést ung), vegur 1.155 kg og hefur tóninn e. Klukkurnar voru framleiddar af hollenska fyrirtækinu Eijsbouts en fyrirtækir framleiddi m.a. klukkurnar í Háteigskirkju og Landakotskirkju. Það voru sérfræðingar fyrirtækisins ásamt starfsmönnum Héðins sem settu klukkurnar upp en þær voru hífðar upp í turninn í gegnum stokk. Notkun 30 mín fyrir messu er hringt með minnstu klukkunni í 5 mín 15 mín fyrir messu er hringt með tveimur minnstu klukkunum í 5 mín Við upphaf messu er öllum þremur klukkunum samhringt í 3 mín Við lok messu er tveimur minnstu klukkunum hringt í 5 mín Hringingar við helgihald Stundaslög og klukkuspil Klukkur Hallgrímskirkju slá stundaslög á 15 mínútna fresti frá kl. 9 á morgnanna til kl. 12 á kvöldin. Í upptökunni hér fyrir neðan má heyra klukkuspilið spila Víst ertu Jesús kóngur klár sem er úr 27. Passíusálmi Hallgríms Péturssonar. Hluti textans er einnig í Sálmabók þjóðkirkjunnar, sálmur 41. Lagið er íslenskt þjóðlag. Þar fyrir neðan má heyra klukkuspilið leika Vor Guð er borg á bjargi traust, sálm nr. 284 í Sálmabók þjóðkirkjunnar eftir Helga Hálfdánarson. Klukkuspilið er þannig sett upp að vestan megin eru 14 [...]