Laugarneskirkja var vígð 18. desember 1949. Á þeim tíma var kirkjuturninn tómur og engar klukkur í kirkjunni og voru þær ekki teknar í notkun fyrr en 24. desember 1954. Sóknarnefnd Laugarnessóknar sendi frá sér svohljóðandi tilkynningu í Morgunblaðið 1. mars 1955.

Þegar Laugarneskirkja var vígð árið 1949, var fé ekki fyrir hendi, til að kaupa klukkur í kirkjuna. Var því notast við hljómplötu með klukknahringingu, og magnara, svo að hljómurinn bærist sem víðast yfir. Var þetta svo vel úr garði gert sem auðið var, en gat þó auðvitað ekki jafnast á við virkilegar kirkjuklukkur.

Því hóf Bræðrafélag Laugarnessóknar og Kvenfélag Laugarnessóknar, árið 1953, fjársöfnun meðal sóknarbúa, til kaupa á kirkjuklukkum. Undirtektir voru svo góðar, að á mjög ksömmum tíma safnaðist nægilegt fé til kaupanna. Var nú hafist handa um útvegun klukknanna. Höfðu félögin sér til rauðneytis um tónval klukknanna, þár dr. Pál Ísólfsson og Dr. Urbancic.

Formaður söfnunarnefndar, hr. Sigurður H. Pétursson, gerlafræðingur, afhenti sóknarnefnd svo klukkurnar skuldlausar við kirkjudyr í tæka tíð til þess, að hægt varð að samhringja þeim til aftansöngs á aðfangadagskvöld síðastliðinna jóla (1954), og voru þær um leið vígðar og forgöngumönnum og gefendum færðar þakkir af prédikunarstól.

Þar er safnaðarstjórn er óumræiðilega þakklát fyrri þessa stóru og góðu gjöf til kirkjunnar, telur hún sér bæði ljúft og skylt, að þakka öllum þeim, sem á einn eða annan hátt stuðluðu að því, að þessar langþráðu veglegu og hljómfögru klukkur eru nú komnar í kirkjuna.

Sóknarnefnd Laugarnessóknar

Klukkur Laugarneskirkju eru þrjár. Tvær þeirra eru síðan 1954 en sú þriðja og minnsta er síðan 2005. Minnsta klukkan var framleidd af Eijsbouts í Hollandi en árið 2005 voru hinar klukkurnar yfirfarnar og hreinsaðar ásamt því að skipt var um hringingarbúnað og stál uppistöður voru endurnýjaðar. Um framkvæmdina sá Ásgeir Long en vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar hafði komið upp fyrri uppistöðum þegar fyrri klukkurnar tvær voru vígðar í desember 1958. Sigurður Sveinbjörnsson bjó þá og lengi við Gullteig 12. Á árunum 2000 – 2005 hafði Leifur Steinarsson sem frá 1947 bjó við Hofteig 12, séð um eftirlit og viðhald klukknanna, þar til heilsu hans hrakaði og ljóst var að ekki yrði umflúið að gera þyrfti miklar lagfæringar og endurnýjanir á klukknaverkinu. Klukkurnar eru rafstýrðar og er notast við Apollo II stýribúnað eins og víða er notaður.

Að auki á kirkjan litla klukku úr Grímseyjarkirkju, gjöf frá Einari Einarssyni, fv. djákna í Grímsey, en hún er í geymslu.

Notkun klukknanna

  • 30 mínútum fyrir messu er öllum klukkunum hringt í 5 mínútur.
  • 15 mínútum fyrir messu er öllum klukkunum hringt í 5 mínútur
  • Við upphaf messu er öllum klukkunum hringt í 5 mínútur.
  • Við lok messu er öllum klukkunum hringt í 3 mínútur.

 

Upptaka

  • Guðmundur Karl Einarsson, sunnudaginn 23. nóvember 2014.

Heimildir