Bústaðakirkja var vígð árið 1971. Í klukkuturni Bústaðakirkju eru 8 klukkur að meðtöldu klukknaspili sem hægt er að leika á frá orgeli kirkjunnar. Turninn er gjöf frá Þórði Kristjánssyni, byggingameistara og Unni Runólfsdóttur.

Ein klukkan er langstærst og er hún gjöf Ingvar Helgasonar, stórkaupmanns, og fjölskyldu hans til minningar um foreldra Ingvars, frú Guðrúnu Lárusdóttur og Helga Ingvarsson, lækni. Tvær jafnstórar klukkur nokkru minni eru gefnar af Kvenfélagi Bústaðasóknar í tilefni af ári aldraðra, og hin klukkan af foreldrum Steinars Skúlasonar, efnismanns hins mesta, sem fórst í bílslysi 25. nóvember 1985 aðeins 21 árs gamall. Foreldrar Steinars eru hjónin frú Erla Vilhjálmsdóttir og Skúli Jóhannesson, kaupmenn.  Þá hefur einnig borist minningargjöf um Hallgrím Jónsson, málarameistara, sem hefði orðið 75 ára gamall 18. desember 1985, en Hallgrímur andaðist 21. september 1984. Þeirri minningargjöf fylgdu einnig guðsorðabækur gamlar, en Hallgrímur var mikill bókamaður og batt sjálfur inn.Margir aðrir hafa einnig orðið til að styrkja klukknakaupin og uppsetningu þeirra og ber þar sérstaklega að nefna Ottó A. Michelsen og fyrirtæki hans, Skrifstofuvélar hf.

Morgunblaðið, 24. desember 1985. Tilkynning frá Ólafi Skúlasyni

Eftirtaldir gáfu fé til kaupa á klukkunum:

  • Ingvar Helgason, Sigríður Guðmundsdóttir og fjölskylda.
  • Skúli Jóhannesson og Erla Vilhjálmsdóttir.
  • Kvenfélag Bústaðasóknar.

Séra Ólafur Skúlason vígði turn og klukkur á aðfangadag jóla 1985. Klukkurnar voru framleiddar í Noregi af Olsen Nauen Klokkestøperi.

Hringing 30 mínútum fyrir messu

Hringing eftir messu