Neskirkja var vígð þann 14. apríl 1957. Í klukknaporti sem er innbyggt í kirkjuna eru þrjár klukkur í litlu rými. Klukkunum er rafhringt en minnsta klukkan er óvirk. Þegar þetta er ritað (2017) er talið að hún hafi verið óvirk í a.m.k. 20 ár. Klukkurnar eru steyptar í Kaupmannahöfn á þeim stendur: Støbt af Bløw & Sør København 1956.

Notkun

Eins og áður sagði er minnsta klukkan óvirk og því bara tvær stærri klukkurnar sem eru notaðar.

  • 30 mín fyrir messu er báðum klukkum hringt í 3 mín.
  • 15 mín fyrir messu er báðum klukkum hringt í 3 mín.
  • Við upphaf messu er báðum klukkum hringt í 4-5 mín.
  • Eftir messu eru slegin 3×3 slög á stærstu klukkuna.
  • Fyrir útför er líkhringing á stærstu klukkuna. Slegin eru 9 slög með 10 sek millibili.
  • Eftir útför er annað hvort slegið 3×3 slög á stærstu klukkuna eða líkhringing með 20 sek millibili.

Upptökur

Við upptökur þann 11. júlí 2017 ákvað undirritaður að prófa að handhringja minnstu klukkunni með til þess að heyra samhljóminn. Það gekk þó heldur brösulega þar sem hún er afar stirð og því erfitt að ná takti í samhljómi með hinum. En sú upptaka er hér fyrir neðan. Undirritaður þurfti að hlaupa upp í turn eftir að hafa sett stóru klukkurnar af stað og því líða um 40 sek þar til litla klukkan kemur inn.

Myndband

 

Myndir

Heimildir

Upplýsingar og aðstoð: Rúnar Reynisson

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
11. júlí 2017