Í Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur og auk þeirra klukkuspil sem samanstendur af 29 klukkum. Það var Samband íslenskra samvinnufélaga sem gaf Hallgrímskirkju klukkurnar við athöfn í kirkjunni föstudaginn 19. mars 1971. Fram kemur í fréttum af gjöfinni að ákvörðun um að gefa klukkurnar hafi verið tekin 29 árum áður.

  • Stærsta klukkan heitir Hallgrímur (eftir sr. Hallgrími Péturssyni), vegur 2.815 kg og hefur tóninn h.
  • Miðklukkan heitir Guðríður (eftir eiginkonu Hallgríms), vegur 1.650 kg og hefur tóninn d.
  • Minnsta klukkan heitir Steinunn (eftir dóttur þeirra hjóna sem lést ung), vegur 1.155 kg og hefur tóninn e.

Klukkurnar voru framleiddar af hollenska fyrirtækinu Eijsbouts en fyrirtækir framleiddi m.a. klukkurnar í Háteigskirkju og Landakotskirkju. Það voru sérfræðingar fyrirtækisins ásamt starfsmönnum Héðins sem settu klukkurnar upp en þær voru hífðar upp í turninn í gegnum stokk.

Notkun

  • 30 mín fyrir messu er hringt með minnstu klukkunni í 5 mín
  • 15 mín fyrir messu er hringt með tveimur minnstu klukkunum í 5 mín
  • Við upphaf messu er öllum þremur klukkunum samhringt í 3 mín
  • Við lok messu er tveimur minnstu klukkunum hringt í 5 mín

Hringingar við helgihald

Stundaslög og klukkuspil

Klukkur Hallgrímskirkju slá stundaslög á 15 mínútna fresti frá kl. 9 á morgnanna til kl. 12 á kvöldin. Í upptökunni hér fyrir neðan má heyra klukkuspilið spila Víst ertu Jesús kóngur klár sem er úr 27. Passíusálmi Hallgríms Péturssonar. Hluti textans er einnig í Sálmabók þjóðkirkjunnar, sálmur 41. Lagið er íslenskt þjóðlag. Þar fyrir neðan má heyra klukkuspilið leika Vor Guð er borg á bjargi traust, sálm nr. 284 í Sálmabók þjóðkirkjunnar eftir Helga Hálfdánarson.

Myndir

Heimildir

Stundaslög voru tekin upp fimmtudaginn 28. ágúst 2014. Klukkuspil og messuhringingar voru teknar upp 29. október 2017.

Ein upptaka er frá RÚV og er hún merkt sérstaklega og birt með leyfi.

Upptaka (annað en RÚV): Guðmundur Karl Einarsson