Fyrstu heimildir um kirkju í Kvennabrekku eru frá 13. öld. Þann 30. júní 1871 var Kvennabrekkuprestakall lagt niður og sameinað Miðdalaþingsprestakalli í Suðurdalaþingsprestakall. Kirkjan var þá lögð til Sauðafells. Var þetta gert með kongungsúrskurði. Með stjórnarbréfi þann 15. september 1919 var Sauðafellskirkja svo lögð niður og núverandi kirkja reist að Kvennabrekku.

Í kirkjunni eru tvær klukkur. Sú stærri er mikið skreytt og glæsileg en ekki er hægt að finna ákveðið ártal á henni. Á miðri klukkunni er skraut og inni í því mögulegt ártal en þó ekki hægt að slá neinu föstu. Minni klukkan er merkt með áletruninni HSS A 1734.

Hringingar

Fyrir messu er báðum klukkum hringt 3 x 3 slög og eins eftir messu. Á stórhátíðum er klukkunum stundum hringt 6 x 3 slög eins og heyra má hér fyrir neðan.

Líkhringing er á stærri klukkuna. Bæði þegar kista er borin til kirkju og þegar hún er borin frá kirku að athöfn lokinni.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Guðmundur Pálmason
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
24. apríl 2016
Sérstakar þakkir: Jón Benediktsson og Aldís Eva Guðmundsdóttir