Vestfjarðaprófastsdæmi

Forsíða/Vestfjarðaprófastsdæmi

Skarðskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:44+00:007. nóvember 2016|Vestfjarðaprófastsdæmi|

Skarðskirkja í Reykhólaprestakalli er bændakirkja og var reist árið 1916. Í kirkjunni eru margir merkir hlutir úr eldri kirkjum sem hafa staðið á Skarði og er henni sérlega vel viðhaldið. Í kirkjunni eru tvær stórar klukkur sem er handhringt. Yngri klukkan er með hefðbundnu lagi, mikið skreytt og á henni stendur letrað SOLI DEO GLORIA. Einnig stendur á henni: HAT MICH GEMACH M.C. TROSCHELL HOFF GLOCKENGIESER IN COPENHAGEN ANNO 1761. Hin eldri og minni er fornu lagi og ómerkt. Efst á henni eru þó smáar skreytingar sem gætu verið Kristsmynd eða skjaldarmerki. Sumir hafa talið að eldri klukkan væri frá því um 1500 en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. Notkun Fyrir og eftir messu er báðum klukkunum hringt þrisvar sinnum nokkur slög. Líkhringing er hringt þegar kirkjugestir eru að ganga til kirkju og á meðan kistan er borin út (þangað til hún er komin út fyrir kirkjuna). Upptökur Myndband Myndir Heimildir Upplýsingar í þessari grein eru fengnar úr ritinu Kirkjur Íslands, 16. bindi, 2010 og frá Kristni Jónssyni, bónda á Skarði og eiganda kirkjunnar. Hringjari: Kristinn Jónsson Aðstoð: Jón Benediktsson Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson 22. júlí 2016

Garpsdalskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:44+00:0022. ágúst 2016|Vestfjarðaprófastsdæmi|

Garpsdalskirkja var reist á árunum 1934-1935. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur, báðar með áletruninni ANNO 1742. Klukkurnar eru ekki hátt í turninum eins og algengt er heldur eru þær í litlu herbergi í turninum ofan við inngang kirkjunnar. Notkun Messur: Fyrir og eftir messu er báðum klukkum hringt nokkrum sinnum þrjú slög. Útfarir: Líkhringing er hringd á aðra klukkuna með u.þ.b. 5 sekúndna millibili. Alltaf er hringt við lok útfarar þegar kistan er borin út. Stundum er einnig hringt á meðan kistan er borin til kirkju. Upptökur Myndband Myndir Heimildir Hringjari: Hafliði Ólafsson Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson Aðstoð: Jón Benediktsson 22. júlí 2016

Reykhólakirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:44+00:0021. ágúst 2016|Vestfjarðaprófastsdæmi|

Reykhólakirkja var vígð árið 1963. Í turni kirkjunnar eru þrjár klukkur, ein stór og tvær litlar. Á stóru klukkunni er þessi áletrun: TITUS AROHES THIKIUS ME FECIT REFUNDER ANNO 1735 en engin áletrun er á litlu klukkunum. Klukkunum er handhringt af kórlofti en vírar liggja þangað úr turninum. Litlu klukkunum tveimur er stýrt með sama vír en hægt er að velja hvort stóru klukkunni er sveiflað eða slegið í hana með kólfinum. Notkun Að jafnaði er aðeins stóra klukkan notkun. Stafar það m.a. af því að nokkuð erfitt er að samhringja litlu klukkunum með þeirri stóru svo vel sé. Tilraun er gerð til þess hér fyrir neðan. Við upphaf messu er stóru klukkunni hringt 3x3 slög og sömuleiðis við lok messu. Við upphaf útfarar er stóru klukkunni hringt 3x3 slög en líkhringing er hringd við lok útfarar þangað til kistan er komin út úr kirkjunni. Upptökur Myndband Myndir Heimildir Hringjari: Indíana Ólafsdóttir Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson Aðstoð: Helga Jónsdóttir 21. júlí 2016

Staðarkirkja á Reykjanesi

Höfundur: |2017-01-04T17:58:45+00:0011. ágúst 2016|Vestfjarðaprófastsdæmi|

Staðarkirkja á Reykjanesi stendur rétt norðan við Reykhóla. Kirkjan var reist árið 1864 og er í umsjón Þjóðminjasafns Íslands. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur, önnur meðalstór en hin lítil. Stærri klukkan er nokkuð skrautleg og með áletruninni STØBT AF P PETERSEN KIOBENHAVN ANNO 1804 en minni klukkan er ómerkt. Fáar athafnir eru í kirkjunni og enginn fastur hringjari. Upptökur Athugið að þegar upptakan var gerð var nokkur vindur á svæðinu og heyrist hann hvína í trjám í kring. Myndband Myndir Heimildir Upptaka og hringjari: Guðmundur Karl Einarsson 21. júlí 2016 Aðstoð: Helga Jónsdóttir og Sigfríður Magnúsdóttir

Vatnsfjarðarkirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:45+00:009. ágúst 2016|Vestfjarðaprófastsdæmi|

Vatnsfjarðarkirkja var byggð á árunum 1911-1912 en Vatnsfjörður er fornfrægt höfðingja- og prestssetur.Upplýsingaskilti Þjóðminjasafns Íslands við Vatnsfjörð. Skoðað 2016. Í kirkjunni eru tvær klukkur með líkum hljómi. Báðar hafa þær áletrunin HC GAMST KIØBENH 1798. Upptökur Myndband Myndir Heimildir Hringjari: Ragnheiður Baldursdóttir Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 20. júlí 2016 Aðstoð: Helga Jónsdóttir Heimildir:

Gufudalskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:50+00:0017. júlí 2014|Vestfjarðaprófastsdæmi|

Gufudalskirkja var reist árið 1908 og vígð þriðja sunnudag í aðventu, 13. desember 1908. Í kirkjunni eru tvær klukkur, önnur nokkuð stór en hin óvenju lítil. Á stærri klukkuna stendur letrað GUD ALLENE ÆREN STÖBT AF D.G. HERBST KGHBN 1793. Ekki er vitað um uppruna minni klukkunnar. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 15. júlí 2014 Hringjari: Guðmundur Karl Einarsson Aðstoð við upptöku: Þorgeir Arason og Helga Jónsdóttir

Hólskirkja

Höfundur: |2014-11-19T22:01:35+00:007. desember 2013|Vestfjarðaprófastsdæmi|

Í Hólskirkju eru þrjár klukkur, settar upp af af Ásgeiri Long árið 1968 og er hringt með rafstýringu. Stærsta klukkan vegur 490 kg og hefur tóninn gis' * Mið klukkan vegur 290 kg og hefur tóninn h' * Minnsta klukkan vegur 205 kg og hefur tóninn cis' * Upptaka: RÚV * Heimild: Ásgeir Long