Kollafjarðarneskirkja var vígð þann 5. september 1909 og leysti af hólmi Tröllatungukirkju og Fellskirkju. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur. Sú stærri er 33 cm í þvermál og á henni stendur: SSS GMD 1849. Klukkan kemur úr Fellskirkju og eru upphafsstafir Sigurðar Sigurðssonar og Guðbjargar Magnúsdóttur á Felli. Heimildir eru fyrir því að klukkan hafi kostað 50 ríkisdali. Minni klukkan er 29,5 cm að þvermáli. Hún kemur líklega úr Tröllatungukirkju og á henni stendur ANNO 1734.1.

Notkun

  • Fyrir og eftir messu er klukkunum samhringt á víxl, 18 sinnum á hvora klukku.
  • Fyrir útför eru slegin 3 x 3 slög á stærri klukkuna.
  • Eftir útför eru slegin 3 slög á stærri klukkuna.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Ragnar Kristinn Bragason
Aðstoð við upptöku: Jón Benediktsson
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
22. júní 2020

  1. Kirkjur Íslands, 7. bindi 2006. Bls. 92.