Garpsdalskirkja var reist á árunum 1934-1935. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur, báðar með áletruninni ANNO 1742. Klukkurnar eru ekki hátt í turninum eins og algengt er heldur eru þær í litlu herbergi í turninum ofan við inngang kirkjunnar.

Notkun

Messur:
Fyrir og eftir messu er báðum klukkum hringt nokkrum sinnum þrjú slög.

Útfarir:
Líkhringing er hringd á aðra klukkuna með u.þ.b. 5 sekúndna millibili. Alltaf er hringt við lok útfarar þegar kistan er borin út. Stundum er einnig hringt á meðan kistan er borin til kirkju.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Hafliði Ólafsson
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
Aðstoð: Jón Benediktsson
22. júlí 2016