Gufudalskirkja var reist árið 1908 og vígð þriðja sunnudag í aðventu, 13. desember 1908. Í kirkjunni eru tvær klukkur, önnur nokkuð stór en hin óvenju lítil. Á stærri klukkuna stendur letrað GUD ALLENE ÆREN STÖBT AF D.G. HERBST KGHBN 1793. Ekki er vitað um uppruna minni klukkunnar.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 15. júlí 2014
Hringjari: Guðmundur Karl Einarsson
Aðstoð við upptöku: Þorgeir Arason og Helga Jónsdóttir