Reykjavíkurprófastsdæmi eystra

Forsíða/Reykjavíkurprófastsdæmi eystra

Grafarvogskirkja

Höfundur: |2018-06-03T14:03:36+00:002. júní 2018|Reykjavíkurprófastsdæmi eystra|

Fyrsta skóflustungan að Grafarvogskirkju var tekin 18. maí 1991. Kirkjan var svo vígð sunnudaginn 18. júní 2000 og kirkjuklukkurnar þrjár voru vígðar við sama tækifæri. Það voru krakkar í hverfinu sem stóðu fyrir mikilli söfnun fyrir klukkkunum enda þótti ekki hægt annað en að fá klukkur í kirkjuna. Klukkurnar koma frá belgíska fyrirtækinu Clock-o-Matic sem og allur stjórnbúnaður. Þær voru steyptar hjá Royal Eijsbouts í Asten í Hollandi og eru úr klukkukopar. Ásgeir Long annaðist innflutning og uppsetningu klukknanna. Klukkurnar voru fluttar til landsins með skipi Eimskipafélags Íslands og voru settar upp þriðjudaginn 13. júní 2000. Grafarvogssókn 25 ára 1989-2014. Ritstjóri: Sigmundur Ó. Steinarsson. Bls. 74-77. . Vígslan fór svo fram við vígslu kirkjunnar sunnudaginn 18. júní 2000. Eftirfarandi frásögn má finna í bókinni Grafarvogssókn 25 ára: Það gekk á ýmsu á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2000, daginn áður en Grafarvogskirkja var vígð. Það var spenna í lofti enda margir að leggja lokahönd á verkið  - að gera kirkjuna klára fyrir vígsluna. Það var ákveðinn skjálfti í mönnum en þá varð einnig mikill Suðurlandsskjálfti - af stærðinni 6,5 á Richter; stærsti jarðskjálfti í 88 ár. Upptökin voru í Kaldárholti í Holtum. Mikið tjón varð í jarðskjálftanum, einkum á Hellu, í Holtum og Landsveit. Þegar skjálftinn gekk yfir (kl. 15.40) var Hörður Bragason organisti að æfa sig. Hann hélt að enn einn lyftarinn væri kominn inn til að koma altarinu fyrir, svo miklir voru skruðningarnir. Þá fóru kirkjuklukkurnar að hringja sjálfkrafa. „Ég var nýlega farinn úr kirkjunni - það átti að skíra barn í húsi við Logafold. Ég hélt að það væri sprungið á bílnum; gatan gekk í bylgjum og bíllinn hreyfðist eins og bátur í öldugangi. Ég stoppaði og fór út að athuga hvort það væri sprungið. [...]

Árbæjarsafnskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:45+00:008. júlí 2016|Reykjavíkurprófastsdæmi eystra|

Safnkirkjan á Árbæjarsafni var reist á árunum 1960 - 1961. Hún er m.a. smíðuð úr við kirkju sem stóð á Silfrastöðum í Skagafirði á árunum 1842 - 1896. Eftir það var viðurinn notaður í baðstofu sem sína var tekin niður 1959 og viðurinn fluttur á Árbæjarsafn. Kirkjan er með sama lagi og Víðamýrarkirkja í Skagafirði enda var það sami kirkjusmiður, Jón Samsonarson, sem byggði bæði Víðimýrarkirkju og kirkjuna á Silfrastöðum.Upplýsingaspjald við kirkjuna á Árbæjarsafni. Framan við kirkjuna stendur klukknaport og í því eru þrjár klukkur á ramböldum, allar úr kopar með járnkólfum. Klukkurnar voru fengnar úr skipum sem strönduðu við Ísland. L.S. (Lárus Sigurbjörnsson?): Torfkirkjan í Árbæ. Vísir 23. desember 1960, 1 og 5.  Klukkan í miðju er minnst, 24 cm í þvermál, með áletrun: FRITZ HOMANN | GEESTEMÜNDE | 1910. Á klukku til hægri, séð frá kirkju, er letrað SIRENE, sú klukka er stærst, þvermál 34,5 cm. Ein klukkan er án áletrunar, þvermál hennar er 30 cm. Fritz Homann klukkan kom úr þýskum togara sem eftir nokkrar nafnbreytingar var höggvinn upp í Reykjavík árið 1937, nefndist þá Geysir BA­10. Jón Björnsson: Íslensk skip II, 157; ÞÍ. Siglingamálastofnun. Skipaskrár BA­10. Klukkan var notuð sem skólabjalla í Skildinganesskóla en gefin Árbæjarsafni og sett í klukknaportið fyrir vígslu kirkjunnar. Gefandi var Arngrímur Kristjánsson skólastjóri Melaskóla, áður kennari við Skildinganesskóla. Munaskrá Minjasafns Reykjavíkur, safnnúmer 1860. Ein klukkan var tekin úr gamla strandferðaskipinu Lauru eftir strand skipsins á Skagaströnd 1910. Dagur 23. mars 1910, 192. Gefandi var Ragnar S. Haldorsen hafnarverkamaður. Munaskrá Minjasafns Reykjavíkur, safnnúmer 1861. Ragnar Severin Haldorsen (1896­1974) var lengst af verkamaður við Reykjavíkurhöfn og bjó alla sína ævi á Laugavegi 21. Um stærstu klukkuna finnast engar upplýsingar í safninu en þó [...]

Árbæjarkirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:45+00:0017. apríl 2016|Reykjavíkurprófastsdæmi eystra|

Árbæjarkirkja í Reykjavík var vígð 29.mars 1987. Þá hafði verið messað í safnaðarheimilinu á neðri hæð kirkjunnar í níu ár en það var vígt 19. mars 1978. Klukknaportið og klukkurnar voru hins vegar vígð við jólamessu árið 1980. Klukkurnar eru rafstýrðar og eru staðsettar í klukknaporti sem gengið er undir við inngang kirkjunnar líkt og algengt var á öldum áður. Klukkurnar eru þrjár og sveiflast ekki heldur er hamar sem slær í þær. Því er enginn kólfur inni í klukkunum. Klukkurnar voru framleiddar af Portilla y Linares, Santander á Spáni árið 1979 og stendur á þær letrað Ano 1979 ásamt skjaldarmerki framleiðandans. Mögulega er áletrun á hinni hlið klukknanna en ekki var hægt að komast að þeim til þess að lesa hana. Notkun 30 mínútum fyrir messu er stærstu klukkunni hringt í 3 mínútur. 15 mínútum fyrir messu er tveimur stærri klukkunum hringt í 1 mínútu. 5 mínútum fyrir messu er tveimur stærri klukkunum hringt í 5 mínútur. Við lok messu er tveimur minni klukkunum hringt í 5 mínútur. Á stórhátíðum er öllum þremur klukkunum samhringt í 5 mínútur við upphaf messu (en ekki bara tveimur stærri) Fyrir og eftir útfarir er líhringing slegin á stærstu klukkuna á 5 sekúndna fresti. Upptökur Myndband https://www.youtube.com/watch?v=qGGE1FiWTAY Myndir Upplýsingar Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 17. apríl 2017 Kirkjuvörður: Arngerður Jónsdóttir Heimildir: Arngerður Jónsdóttir og http://www.arbaejarkirkja.is/kirkjan/saga-kirkjunnar/.

Fella- og Hólakirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:45+00:001. febrúar 2016|Reykjavíkurprófastsdæmi eystra|

Fella- og Hólakirkja var vígð á pálmasunnudag árið 1988 en fyrsta skóflustungan hafði verið tekin 6 árum áður. Í kirkjunni eru þrjár klukkur sem voru keyptar og settar upp árið 1991.Kirkjan.is. (e.d.). Fella- og Hólakirkja. Sótt 31. janúar 2016 af http://kirkjan.is/fellaogholakirkja/sokni/kirkjubyggingin/. Þær eru vel varðar inni í klukkuturni og voru teknar í notkun við messu sunnudaginn 15. september 1991. Messur: Fella- og Hólakirkja. (1991, 13. september). Dagblaðið Vísir-DV, bls. 20. Notkun Fyrir messu er klukkunum hringt 30 mín fyrr, 15 mín fyrr og svo 5 mín fyrir messu. Ekki er hring við lok messu. Fyrir útför eru bænaslögin, 3 x 3 slög, slegin í stærstu klukkuna en ekki er hringt við lok útfarar. Þegar hjónavígslu er lokið er ýmist slegið ört í mið klukkuna eða öllum klukkum samhringt á meðan hjónin ganga úr kirkju (hér fyrir neðan má heyra dæmi þar sem slegið er ört í mið klukkuna). Hringingar https://www.youtube.com/watch?v=j2IQw502xCs Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 31. janúar 2016 Kirkjuvörður: Jóhanna Freyja Björnsdóttir

Seljakirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:49+00:0028. september 2014|Reykjavíkurprófastsdæmi eystra|

Seljakirkja var vígð þann 13. desember 1987. Strax að lokinni vígslu settu nemendur Seljaskóla sér það mark, undir forystu Hjalta Jónassonar, skólastjóra, að safna nægjalegu fé til að kaupa kirkjuklukkur fyrir Seljakirkju. Það gekk á undraverðan hátt. 22. mars 1991 afhentu nemendur Seljaskóla þrjár stórar kirkjuklukkur, sem gjöf til Seljakirkju. Það er glæsilegasta og mesta gjöf, sem vitað er að unglingar hafi gefið kirkjunni sinni hér á landi. Það er dýrmætt. Mest er þó um vert um þann hug sem að baki bjó og sýnir tengsl kirkju og hverfis. Sumarið 1995 var unnið að byggingu klukkuturnsins. 3. desember, sem það ár var fyrsti sunnudagur í aðventu, var kirkjuklukkunum hringt í fyrsta skiptið. Það gerði að sjálfsögðu Hjalti Jónasson, skólastjóri. (Texti fenginn af vef Seljakirkju, www.seljakirkja.is) Klukkurnar voru framleiddar árið 1990 af Engelbert Gebhard í Kemten í Þýskalandi og fluttar inn af Ásgeiri Long. Stærsta klukkan vegur 494 kg og hefur tóninn a' * Mið klukkan vegur 320 kg og hefur tóninn c'' * Minnsta klukkan vegur 188 kg og hefur tóninn  c'' * Notkun klukknanna Kirkjuklukkum Seljakirkju er hringt með rafstýringu. Klukkurnar eru staðsettar í klukknaporti utan við kirkjuna. 30 mínútum fyrir messu er minnstu klukkunni hringt í 5 mínútur.* 15 mínútum fyrir messu er tveimur minni klukkunum hringt í 5 mínútur. 5 mínútum fyrir messu er öllum þremur klukkunum samhringt í 5 mínútur. Við lok messu eru slegin þrisvar sinnum þrjú slög á stærstu klukkuna.  Fyrir og eftir útför er líkhringing slegin í stærstu klukkuna með 12 sekúndna millibili í 5 mínútur. * Fyrir sunnudagaskóla er einungis hringt kl. 10:45 (15 mínútur í) og kl. 10:55 (5 mínútur í).  https://www.youtube.com/watch?v=u9vwbHnlX4g Tenglar Frétt Morgunblaðsins [...]

Guðríðarkirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:49+00:005. september 2014|Reykjavíkurprófastsdæmi eystra|

Í Guðríðarkirkju eru þrjár kirkjuklukkur sem staðsettar eru í klukknaporti utan við kirkjuna. Klukkurnar voru framleiddar í Hollandi af fyrirtækinu Eijbouts sem hefur m.a. framleitt klukkur í Hallgrímskirkju, Háteigskirkju og Landakotskirkju. Klukkurnar bera nöfn að gömlum sið. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju, valdi nöfnin. Klukkurnar standa fyrir hæstar hæðir, jörðina og fagnandi hjörtu mannanna. Stærsta klukkan er himnaklukkan, klukka ómælisgeimsins og fagrahvelsins þar sem englarnir syngja Guði dýrð. Miðklukkan með öllum lífverum jarðarinnar enduróma þessa lofgjörð til skapanda lífsins. Og minnsta klukkan táknar manneskjurnar sem bregðast við gjöf lífsins og andans með þakkargjörð. Þannig undirstrika klukkurnar þrjár lífmiðlæga heild þar sem manneskjan tekur þátt í dýrðarsöng fagrahvels og jarðar. Á stærstu klukkuna er letrað “Dýrð í hæstum hæðum, á miðklukkuna “Jörð það endurómar” og minnsta klukkan ber yfirskriftina “Fagnandi hjörtu færa þakkargjörð. Eru þetta allt vers úr sálminum Dýrð í hæsum hæðum. Stærsta klukkan vegur 482 kg og hefur tóninn A1* Mið klukkan vegur 289 kg og hefur tóninn C2* Minnsta klukkan vegur 203 kg og hefur tóninn D2* Klukkurnar voru settar upp í október 2009 og vígðar sunnudaginn 6. desember 2009 kl. 17:00 af Hr. Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands. Notkun klukknanna 30 mínútum fyrir messu er minnstu klukkunni hringt í u.þ.b. 3 mínútur. 15 mínútum fyrir messu er tveimur minnstu klukkunum hringt í u.þ.b. 3 mínútur. 4 mínútum fyrir messu eru öllum þremur klukkunum hringt í u.þ.b. 4 mínútur. Stundum er tveimur minni klukkunum hringt við lok messu. Fyrir útfarir eru slegin þrisvar sinnum þrjú slög á stærstu klukkuna. Að útför lokinni er líkhringing slegin í stærstu klukkuna á 10 sek fresti í 15 mínútur. Klukkunum er einnig hringt fyrir og eftir brúðkaup. Þá er öllum þremur klukkum samhringt um áramót. [...]

Kópavogskirkja

Höfundur: |2017-01-04T17:58:55+00:007. desember 2013|Reykjavíkurprófastsdæmi eystra|

Klukkur kirkjunnar voru settar upp á vígsluári hennar árið 1963. Þær eru tvær. Sú stærri er 330 kg. að þyngð og hefur tóninn b. en sú minni er 205 kg. og hefur tóninn des. Klukkurnar voru steyptar í Þýskalandi hjá Engelbert Gebhard. Þeim var handhringt til ársins 1989 að rafstýring var sett upp. Umgjörð klukknanna (stólinn) minnir á boga kirkjunnar en Ásgeir Long hannaði hann  og hafði umsjón með uppetningu hans. Vélaverkstæði Jóhanns Ólafssonar annaðist smíðina. Texti fenginn af: http://kopavogskirkja.is/um-kirkjuna/kirkjuklukkur/ Stærri klukkan vegur 330 kg og hefur tóninn b' * Minni klukkan vegur 205 kg og hefur tóninn des'' * 30 mínútum fyrir messu er stærri klukkunni hringt. 15 mínútum fyrir messu er stærri klukkunni aftur hringt í skamma stund. Við upphaf messu er báðum klukkum hringt í 3 mínútur. Við lok messu er báðum klukkum hringt í skamma stund. Einnig er hringt við upphaf og lok útfara. Þá er slegið eitt högg á 10 sekúndna fresti í stærri klukkuna. Upptökurnar hér fyrir neðan voru gerðar á Sjómannadaginn 1. júní 2014. Hringari var Guðrún Lilja Eysteinsdóttir. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson Eftirfarandi upptaka er frá RÚV   * Heimild: Ásgeir Long