Klukkur kirkjunnar voru settar upp á vígsluári hennar árið 1963. Þær eru tvær. Sú stærri er 330 kg. að þyngð og hefur tóninn b. en sú minni er 205 kg. og hefur tóninn des. Klukkurnar voru steyptar í Þýskalandi hjá Engelbert Gebhard. Þeim var handhringt til ársins 1989 að rafstýring var sett upp.

Umgjörð klukknanna (stólinn) minnir á boga kirkjunnar en Ásgeir Long hannaði hann og hafði umsjón með uppetningu hans. Vélaverkstæði Jóhanns Ólafssonar annaðist smíðina.

Texti fenginn af: http://kopavogskirkja.is/um-kirkjuna/kirkjuklukkur/

  • Stærri klukkan vegur 330 kg og hefur tóninn b’ *
  • Minni klukkan vegur 205 kg og hefur tóninn des“ *

30 mínútum fyrir messu er stærri klukkunni hringt. 15 mínútum fyrir messu er stærri klukkunni aftur hringt í skamma stund. Við upphaf messu er báðum klukkum hringt í 3 mínútur. Við lok messu er báðum klukkum hringt í skamma stund.

Einnig er hringt við upphaf og lok útfara. Þá er slegið eitt högg á 10 sekúndna fresti í stærri klukkuna.

Upptökurnar hér fyrir neðan voru gerðar á Sjómannadaginn 1. júní 2014. Hringari var Guðrún Lilja Eysteinsdóttir.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson

Ljósmynd af Kópavogskirkju að kvöldi til: Bárður Sveinbjörnsson.
Aðrar ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson.

Eftirfarandi upptaka er frá RÚV

* Heimild: Ásgeir Long