Safnkirkjan á Árbæjarsafni var reist á árunum 1960 – 1961. Hún er m.a. smíðuð úr við kirkju sem stóð á Silfrastöðum í Skagafirði á árunum 1842 – 1896. Eftir það var viðurinn notaður í baðstofu sem sína var tekin niður 1959 og viðurinn fluttur á Árbæjarsafn. Kirkjan er með sama lagi og Víðamýrarkirkja í Skagafirði enda var það sami kirkjusmiður, Jón Samsonarson, sem byggði bæði Víðimýrarkirkju og kirkjuna á Silfrastöðum.

1 Framan við kirkjuna stendur klukknaport og í því eru þrjár klukkur á ramböldum, allar úr kopar með járnkólfum. Klukkurnar voru fengnar úr skipum sem strönduðu við Ísland.
2 Klukkan í miðju er minnst, 24 cm í þvermál, með áletrun: FRITZ HOMANN | GEESTEMÜNDE | 1910. Á klukku til hægri, séð frá kirkju, er letrað SIRENE, sú klukka er stærst, þvermál 34,5 cm. Ein klukkan er án áletrunar, þvermál hennar er 30 cm.

Fritz Homann klukkan kom úr þýskum togara sem eftir nokkrar nafnbreytingar var höggvinn upp í Reykjavík árið 1937, nefndist þá Geysir BA­10.

3 Klukkan var notuð sem skólabjalla í Skildinganesskóla en gefin Árbæjarsafni og sett í klukknaportið fyrir vígslu kirkjunnar. Gefandi var Arngrímur Kristjánsson skólastjóri Melaskóla, áður kennari við Skildinganesskóla.
4 Ein klukkan var tekin úr gamla strandferðaskipinu Lauru eftir strand skipsins á Skagaströnd 1910.
5 Gefandi var Ragnar S. Haldorsen hafnarverkamaður.
6 Um stærstu klukkuna finnast engar upplýsingar í safninu en þó er vitað að skipið Sirene strandaði á Slýjafjöru í Meðallandi í Vestur­Skaftafellssýslu árið 1905.
7 Áletrunin á stærstu klukkunni bendir til þess að hún gæti hafa verið tekin úr því skipi.

(Ofangreindar upplýsingar eru fengnar frá Árbæjarsafni en hann er úr ritinu Kirkjur Íslands, 19. bindi, Friðaðar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmum)

Notkun

Klukkunum eru hringt við athafnir, hvort sem er hjónavígslur eða guðsþjónustur. Aðrar athafnir eru sjaldgæfar í kirkjunni. Klukkunum er þá hringt á þann hátt að þrjú slög eru slegin í hverja klukku eins og heyra má á upptökunni hér fyrir neðan.

Upptaka

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Anna Dís Arnarsdóttir
Upplýsingar: Sigurlaugur Ingólfsson og Gerður Eygló Róbertsdóttir
Aðstoð: Helga Jónsdóttir
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson, 22. júní 2016

 

  1. Upplýsingaspjald við kirkjuna á Árbæjarsafni.
  2. L.S. (Lárus Sigurbjörnsson?): Torfkirkjan í Árbæ. Vísir 23. desember 1960, 1 og 5.
  3. Jón Björnsson: Íslensk skip II, 157; ÞÍ. Siglingamálastofnun. Skipaskrár BA­10.
  4. Munaskrá Minjasafns Reykjavíkur, safnnúmer 1860.
  5. Dagur 23. mars 1910, 192.
  6. Munaskrá Minjasafns Reykjavíkur, safnnúmer 1861. Ragnar Severin Haldorsen (1896­1974) var lengst af verkamaður við Reykjavíkurhöfn og bjó alla sína ævi á Laugavegi 21.
  7. Kristinn Helgason: Skipsströnd í V.­Skaftafellssýslu 1898­1982. Dynskógar 8, 2001, bls. 45­46.