Staðarhraunskirkja var byggð árin 1888-1889. Klukkur Staðarhraunskirkju eru tvær, þar af önnur nokkuð stór.

  • Stærri klukkan er frá 1707 og var áður í Hítardalskirkju. Á henni stendur: „Lofið Guð með hljómum fögrum og bjöllum. Ps. 150. S. Jón Halldórsson. Anno 1707.“ Stærri klukkan er 46,5 cm í þvermál.
  • Minni klukkan er frá 1731 og á henni stendur: „Ég er Staðarhraunskirkju til lögð af sr. Jóni Halldórssyni anno 1731.“ Minni klukan er 28 cm í þvermál og er ekki fest í ramböld heldur hangir á nagla.

Kunnastur presta á þessum tíma og síðar var sagnaritarinn sr. Jón Halldórsson (1665-1736) en hann var prestur í Hítardal.

Nánari upplýsingar um kirkjuna má finna á vef Kirkjublaðsins, https://www.kirkjubladid.is/kirkja-manadarins/stadarhraunskirkja/.

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Bjarni Valtýr Guðjónsson
Upptaka: Bjarki Sveinbjörnsson
29. maí 2007

Ljósmyndir og upplýsingar um klukkur: Hreinn Hákonarson (https://www.kirkjubladid.is/kirkja-manadarins/stadarhraunskirkja/)

Aðrar heimildir: Kirkjur Íslands, 15. bindi. Bls. 264-265.

Viltu deila þessum klukkum með vinum þínum?