Í Húsafellskapellu er ein kirkjuklukka. Klukkan var gefin til minningar um Herdísi Jónsdóttur f. 27. júlí 1890 d. 6. september 1972. Klukkunni er handhringt.

Í sáluhliði kirkjugarðsins við kapelluna er önnur klukka. Sú er eldri en ekki er vitað um uppruna hennar. Hún var notuð á árum áður til að kalla vinnumenn í mat á Húsafelli. Klukkan í sáluhliðinu er sprungin og heyrist það glöggt þegar henni er hringt.

Klukka í kapellu

 

Sáluhlið

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 5. apríl 2014

Hringari var Guðmundur Karl Einarsson. Var þetta í fyrsta skipti sem Guðmundur hringir svo stórri klukku og þarf greinilega á frekari æfingu að halda.