Sú kirkja, sem nú stendur á Þingvöllum, var vígð árið 1859 en 1907 var turn hennar endurbyggður og honum breytt frá fyrra horfi. Í turninum eru þrjár klukkur, ein forn, önnur gefin kirkjunni af Jóni Vídalín biskup á vígsluári hans 1698 og sú þriðja er „Íslandsklukkan“ frá 1944.1

Upptaka: RÚV

  1. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (e.d.). Kristnitaka. Sótt 7. febrúar 2016 af http://www.thingvellir.is/saga/kristnitaka.aspx.