Í dag, 9. mars 2014, heimsótti ég Háteigskirkju í Reykjavík. Ég hafði sett mig í samband við Gylfa Braga Guðlaugsson, kirkjuvörð, og boðað komu mína. Ég tók upp allar hringingar fyrir og eftir messu. Þegar kirkjugestir voru svo farnir hringdi Gylfi einnig líkhringingu og bænaslögin (3×3). Hann var búinn að vara mig við að ein klukkan (sú næst stærsta) væri biluð en með lægni tókst honum að koma henni í gang rétt um það leyti sem ég var að fara og gátum við því tekið upp samhringingu allra fjögurra klukknanna.

Það var gaman að koma upp í klukkurnanna sem báru þess reyndar merki að hafa tekið á móti ófáum fuglum nýlega 🙂

Ég þakka fyrir góðar mótttökur og er glaður að geta bætt nýrri kirkju við safnið.

Smelltu hér til þess að hlusta á hringingar Háteigskirkju.