Fréttir

Forsíða/Fréttir

Safnar ómi klukkna

Höfundur: |2019-10-03T23:00:51+00:002. október 2019|Fréttir|

Flug­um­ferðar­stjór­inn Guðmund­ur Karl Ein­ars­son held­ur úti vefsíðunni kirkju­klukk­ur.is þar sem hann skrá­ir upp­lýs­ing­ar um kirkju­klukk­ur á Íslandi og held­ur ómi þeirra til haga. Verk­efnið er unnið í sam­ráði við Bisk­ups­stofu og með samþykki bisk­ups Íslands. Frá 2013 hef­ur hann skrifað um klukk­ur í 65 af 377 kirkj­um lands­ins. Eft­ir ferm­ingu sinnti Guðmund­ur æsku­lýðsstarfi við Digra­nes­kirkju í Kópa­vogi. Þar eru eng­ar klukk­ur og hann fékk þá hug­mynd að fá upp­töku Rík­is­út­varps­ins af klukkna­hljómi Dóm­kirkj­unn­ar og hringja þannig inn jól­in í Digra­nes­kirkju. „Við gerðum þetta nokk­ur jól í röð, sett­um upp hátal­ara úti og inni í kirkj­unni, og í kjöl­farið kviknaði þessi hug­mynd að safna sam­an klukkna­hljómi í kirkj­um lands­ins.“ Agnes Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, veitti samþykki sitt fyr­ir verk­efn­inu. Í fyrstu fékk Guðmund­ur upp­tök­ur, sem Rík­is­út­varpið átti, og síðan hef­ur hann notað hvert tæki­færi til þess að taka upp óminn í kirkj­um lands­ins og skrá upp­lýs­ing­ar um klukk­urn­ar. „Ég nýti fjöl­skyldu­frí­in til þess að heim­sækja kirkj­ur þar sem ég er hverju sinni.“ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/10/02/safnar_omi_klukkna/

Þjóðin vakin kl. 07:15

Höfundur: |2019-09-02T09:14:07+00:002. september 2019|Fréttir|

Verkefnið Á allra vörum hófst formlega í gær, 1. september. Að þessu sinni nýt­ur „Eitt líf“ stuðnings­ins. Þar hef­ur verið unnið óhefðbundið for­varn­ar­starf í grunn­skól­um lands­ins, sem vakið hef­ur mikla at­hygli. Starf­sem­in hófst eft­ir lát ungs drengs, Ein­ars Darra, í maí 2018, og bygg­ist á því að fræða börn og ung­menni, for­eldra þeirra og kenn­ara um þá hættu sem fylg­ir neyslu vímu­efna og lyf­seðils­skyldra lyfja. Þjóðkirkjan tók þátt í verkefninu með þeim hætti að kl. 07:15 að morgni mánudagsins 2. september 2019 var kirkjuklukkum landsins hringt til þess að vekja þjóðina með táknrænum hætti. Langholtskirkja var meðal þeirra kirkna sem tóku þátt í verkefninu og hringdi stundvíslega kl. 07:15. https://www.youtube.com/watch?v=z77jhFIKfnQ    

Á allra vörum og í allra eyrum

Höfundur: |2019-09-01T22:05:34+00:001. september 2019|Fréttir|

Enginn skyldi láta sér bregða þótt ómur af kirkjuklukkum berist inn um gluggann mánudaginn 2. september, upp úr kl. 7.00 að morgni. Kirkjuklukkur eru forn miðill og sérstakur. Og sterkur. Margir eru vanir hljómi þeirra á sunnudögum en þegar hann berst um byggðir eldsnemma á ofur hversdagslegum mánudegi hljóta að vakna spurningar hjá fólki hvað sé á seyði. Forystukonur átaksins Á allra vörum óskuðu eftir því við biskup Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, að kirkjan tæki þátt í átakinu með þeim hætti að kirkjuklukkum landsins yrði hringt snemma að morgni 2. september. Markmiðið er að vekja athygli á því máli sem þær setja nú í öndvegi – og vekja þjóðina í orðsins fyllstu merkingu – og það er: Eitt líf – forvarnir og fræðsla vegna vímuefnaneyslu ungmenna. Þær kalla átakið Vaknaðu og hvað er því táknrænna en sláttur kirkjuklukkna snemma að morgni? Af þessu tilefni ritaði biskup bréf til presta og formanna sóknarnefnda og hvatti til þátttöku í þessu mikilvæga forvarnarátaki til að berjast gegn fíkniefnavandanum. Menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið taka þátt í þessu átaki. Það voru þrjár konur, þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir, sem stofnuðu samtökin Á allra vörum árið 2008. Þetta er einstaklingsframtak þeirra og nýtur engra opinberra styrkja. Á allra vörum hefur frá upphafi lagt ýmsum málefnum lið eins og Kvennaathvarfinu, Ljósinu, Krabbameinsfélaginu, langveikum börn – svo nokkur dæmi séu nefnd. Lesandi getur hlýtt á slátt kirkjuklukknanna í Garpsdal hér og tekið sjálfur með þeim hætti þátt í átakinu á Allra vörum. Myndin með fréttinni er tekin af  hinum athyglisverða vef Guðmundar Karls Einarssonar: Kirkjuklukkur Íslands

Hringt í nær hálfa öld

Höfundur: |2019-08-05T11:53:37+00:005. ágúst 2019|Fréttir|

Það er engin kirkja án hringjara. Og þá er verið að tala um hringjara sem fer upp í kirkjuturn og hringir klukkum með gamla laginu – með handafli. Fagur dagur á Reynivöllum gær. Sunnudagur um verslunarmannahelgi og kallað var til hestamanna- og útivistarmessu. Margir sinntu kallinu og gömlu kirkjuklukkurnar ómuðu í nýborinni sumarkyrrð dagsins, það var hringt ákveðið og hressilega. Hestakona og guðfræðingur, María Gunnarsdóttir, prédikaði, ræddi fallegt samband manns og hests, en sóknarpresturinn, sr. Arna Grétarsdóttir, stýrði helgihaldinu; leikmenn lásu lestrana. Organistinn Guðmundur Ómar Óskarsson stóð sína vakt sem fyrr hógvær og prúður. Og við lok guðsþjónustunnar stefndi hringjarinn aftur lóðrétt upp í turn. Hringdi út með krafti sem skær hljómur klukknanna bar ágætlega. Kom svo ofan stigann en tíðindamaður kirkjan.is sem sat á aftasta bekk við turnopið spurði hver maðurinn væri og sagðist hann heita Hreiðar Grímsson, frá Grímsstöðum í Kjós. „Búinn að vera hringjari lengi?“ „Nær hálfa öld,“ kvað Hreiðar við. „Fæddur þrjátíuogsex.“ Hreiðar Grímsson er bóndi og honum er annt um kirkju sína. „Ég var sóknarnefndarformaður 1974, þegar sr. Einar kom.“ Tíðindamanni kirkjan.is sagðist einmitt hafa gengið út að leiði síns gamla og góða fræðara dr. Einars Sigurbjörnssonar í kirkjugarðinum á Reynivöllum áður en guðsþjónustan hófst. „Já,“ segir Hreiðar, „það eru nú ekki margir prestar sem láta jarða sig hér.“ „En þeir hafa nú verið lengi hér,“ segir tíðindamaður. Honum hafði verið gengið upp að brjóststyttu milli kirkjugarðs og kirkju, af sr. Halldóri Jónssyni. Hann var nú hér í hálfa öld. „Já, hann var dugnaðarbóndi.“ Tíðindamaður spyr hvort prestur sá hafi verið nettur maður og fínlegur eins og brjóstmyndin gefi til kynna. „Nei, hann var frekar lágvaxinn. Og þybbinn að ég held.“ Svona er augað, hugsar tíðindamaður kirkjan.is. Augað listamannsins eða hans. [...]

Ísland ögrum skorið og Yfir voru ættarlandi

Höfundur: |2018-11-23T16:01:16+00:0023. nóvember 2018|Fréttir|

Í gær, fimmtudaginn 22. nóvember, heimsótti ég Hallgrímskirkju í því skyni að skrásetja klukkurnar, taka myndir og mæla þær. Ég fékk góða aðstoð frá Boga Benediktssyni, kirkjuverði, og færi ég honum bestu þakkir fyrir. Hann spilaði fyrir mig tvö lög á klukkuspilið: Ísland ögrum skorið og Yfir voru ættarlandi.

Gömul bjalla fær andlitslyftingu

Höfundur: |2018-08-21T22:42:42+00:0020. ágúst 2018|Fréttir|

Galli kom í ljós í kirkjubjöllunni eftir komuna til landsins. Fréttablaðið/Eyþór Gamla bjallan við dómkirkju Krists konungs, í daglegu tali oft nefnd Landakotskirkja, er nú í yfirhalningu. Farið er um yfirborð bjöllunnar með pússara, hún slípuð öll til og frískað upp á hana. Klukkur kirkjunnar eru þrjár og eru tileinkaðar Kristi konungi, heilagri Maríu og heilögum Jósef. Bjallan er merkileg fyrir þær sakir meðal annars að hún var aldrei notuð því galli kom í ljós á henni eftir komuna til landsins. https://www.frettabladid.is/frettir/goemul-bjalla-faer-andlitslyftingu

Léku lagið „Ég er kominn heim“ á kirkjuklukkur

Höfundur: |2018-06-16T22:32:49+00:0016. júní 2018|Fréttir|

Lagið „Ég er kominn heim“ var leikið á kirkjuklukkur Hallgrímskirkju rétt áður en leikur Íslands gegn Argentínu hófst í dag. Organisti Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson, lék á klukkurnar. Hægt er að sjá klukkurnar hringja og heyra lagið hér fyrir ofan. Þá var þjóðsöngur Íslendinga leikinn á klukkurnar um það leiti sem þjóðsöngurinn var sunginn fyrir landsliðið á vellinum í Moskvu. http://www.ruv.is/frett/leku-lagid-eg-er-kominn-heim-a-kirkjuklukkur

„Ég er kominn heim“ verður spilað á klukkur Hallgrímskirkju fyrir fyrsta leik Íslands á HM

Höfundur: |2018-06-14T14:59:19+00:0014. júní 2018|Fréttir|

Vegfarendur á Skólavörðuholti í Reykjavík urðu þess varir um hádegisbil í dag að verið var að leika lagið Ferðalok, eða Ég er kominn heim, á klukkur Hallgrímskirkju. Þarna var á ferðinni organisti Hallgrímskirkju til 36 ára, Hörður Áskelsson, sem var að undirbúa uppákomu sem Hallgrímskirkja mun standa fyrir á laugardag fyrir leik Íslands gegn Argentínu á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Verður lagið Ferðalok, sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðlegt, spilað á klukknaspil Hallgrímskirkju fyrir leik og mögulega eitthvað í kringum leikinn. Þessi möguleiki er nú fyrir hendi eftir viðgerðir á klukknaspili Hallgrímskirkju. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní, næstkomandi sunnudag, verður Lofsöngurinn sjálfur leikinn á klukknaspil Hallgrímskirkju. Þeir sem urðu varir við þennan klukknahljóm frá Hallgrímskirkju í dag voru í raun að heyra þegar Hörður var á fullu við að forrita þessi tvö lög inn á minni klukknaspilsins. Er það gert þannig að kirkjuverðir geti sett lögin í gang á laugardag og sunnudag þannig að Hörður þurfi ekki sjálfur að vera viðstaddur. Fyrir tæpum tveimur árum greindi Vísir frá því að nágrannar Hallgrímskirkju hefðu ekki fengið að nóta fagurra tóna úr kirkjuklukkunum því búnaðurinn sem keyrði var úreltur og ekki hægt að gera við hann lengur. Klukkurnar höfðu stirðnað upp í kirkjuturninum þar sem þær voru opnar fyrir vindi og raka. Farið var í viðgerðir á Hallgrímskirkjuturni sem er nánast eins og nýr í dag en samhliða því var ákveðið að senda kirkjuklukkurnar í yfirhalningu til framleiðandans í Hollandi, fyrirtækið Eijsbout, og þurfti nýja búnað til að keyra klukknaspilið. Er áætlaður kostnaður við viðgerðirnar sagður 15 milljónir króna. Mikil framför Sá búnaður var tekinn í notkun í október í fyrra en Hörður segir búnaðinn mikla framför þar sem nú sé hægt að leika fjölbreytt úrval af lögum á klukknaspilið með tilkomu [...]

Hakakross­inn tek­inn í „vor­hrein­gern­ingu“

Höfundur: |2018-04-04T07:19:35+00:004. apríl 2018|Fréttir|

Um­deild kirkju­klukka í bæn­um Schwer­ingen í Norður-Þýskalandi hef­ur tekið nokkr­um breyt­ing­um eft­ir að hakakross frá nas­ista­tím­an­um sem skreytti klukk­una var fjar­lægður í leyf­is­leysi í „vor­hrein­gern­ingu“. BBC seg­ir ekki vitað hverj­ir fjar­lægðu hakakross­inn, en þeir sem það gerðu skildu þó eft­ir miða á dyr­um kirkj­unn­ar þar sem að þeir játuðu brot sitt og kváðust hafa viljað hreinsa klukk­una af „óhroða þjóðern­is­sósí­al­ista“. Mark­miðið væri einnig að koma í veg fyr­ir að gjá myndaðist milli bæj­ar­búa eft­ir heit­ar umræður um klukk­una, en sókn­ar­nefnd kirkj­unn­ar ákvað ný­lega að kirkju­klukk­an yrði áfram notuð eft­ir að hafa tíma­bundið tekið hana úr notk­un. Minj­ar frá nas­ista­tím­an­um, eins og kirkju­klukk­an, eru viðvar­andi deilu­efni í Þýskalandi. Það var þó ekki fyrr en ný­lega sem at­hygli um­heims­ins beind­ist á kirkju­klukk­unni í Schwer­ingen. Það gerðist í kjöl­far þess að bæj­ar­yf­ir­völd í Herxheim þurftu að tak­ast á við mikl­ar deil­ur vegna svo nefndr­ar „Hitlers-klukku“, en ákveðið var í fe­brú­ar á þessu ári að sú klukka yrði áfram í kirkj­unni þar sem hún myndi þjóna sem minn­is­varði um dökka fortíð Þýska­lands. Hakakross­inn var afmáður af kirkj­unni í Schwer­ingen yfir páska­hátíðina, en auk þess að fjar­lægja hann máðu gerend­urn­ir einnig af hluta af árit­un frá 1934 sem var á klukk­unni. Bréfið sem skilið var eft­ir á kirkju­dyr­un­um var einnig birt í héraðsdag­blaðinu Die Har­ke og þar segj­ast þeir sem fjar­lægðu hakakross­inn hafa með því fram­kvæmd „vor­hrein­gern­ingu“. „Ekki bara þorpið var hreinsað held­ur líka kirkju­klukk­an. Af dúfna­skít og óhroða þjóðern­is­sósí­al­ista, sem enn eft­ir 80 ár hóta því að mynda gjá milli íbúa,“ sagði í bréf­inu. Með þessu von­ist gerend­urn­ir til þess að hafa frelsað kirkju­klukk­una af „tíma sekt­ar og mis­notk­un­ar“. Kirkjuprest­ur­inn Jann-Axel Hellwe­ge sagði umræðuna um kirkju­klukk­una hafa valdið áður ófyr­ir­séðum áskor­un­um fyr­ir sókn­ar­nefnd­ina. Nú sé til skoðunar hvort að [...]

Klukkur Hallgrímskirkju hringja á ný

Höfundur: |2017-10-30T12:30:06+00:0030. október 2017|Fréttir|

Hátt yfir miðborg Reykjavíkur trjónir Hallgrímskirkja. Hún sést langt að og er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Því var leitt að fá af því fréttir á síðasta ári að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju væru hljóðar vegna bilunar. Um áramótin klifraði sóknarpresturinn í Hallgrímskirkju, sr. Sigurður Árni Þórðarson, upp í turninn og barði stærstu klukkuna, Hallgríms, með sleggju. Þess gerist ekki þörf um næstu áramót þar sem klukkur kirkjunnar hafa verið teknar í gegn og lagfærðar. Þær hringja nú til helgihalds í kirkjunni eins og áður auk þess sem stundaslögin heyrast á 15 mín fresti frá kl. 9 á morgnanna til kl. 21 á kvöldin. Í Hallgrímskirkju eru þrjár kirkjuklukkur og að auki 29 klukkur í klukkuspilinu. Tvær minni kirkjuklukkurnar sveiflast með fljúgandi kólfi en sú stærsta, Hallgrímur, sveiflast ekki. Er það vegna burðarvirkis og á eftir að fara í viðgerðir á því til þess að Hallgrímur sveiflist líka. Ég hef heimsótt Hallgrímskirkju nokkrum sinnum og tekið upp. Þó hef ég ekki lokið við upptökur í kirkjunni enda mikið verk með stóra kirkju, mikla bílaumferð fyrir utan og marga ferðamenn. Þær upptökur sem ég hef þegar gert er hægt að nálgast hér á vefnum en meira á eftir að bætast við. https://www.kirkjuklukkur.is/frettir/enginn-klukknahljomur-fra-hallgrimskirkju-a-naestunni/ https://www.kirkjuklukkur.is/frettir/prestur-bardi-hallgrim/ https://www.kirkjuklukkur.is/frettir/vidgerd-hafin-a-klukkum-hallgrimskirkju/

Big Ben hljóður til árs­ins 2021

Höfundur: |2017-08-15T00:24:58+00:0014. ágúst 2017|Fréttir|

Klukkna­hljóm­ur Big Ben í London mun óma í síðasta sinn um miðjan dag í dag. Turn­klukk­un­um verður svo ekki hringt reglu­lega á ný fyrr en árið 2021. Mikl­ar viðgerðir standa yfir á þessu sögu­fræga kenni­leiti Lund­úna­borg­ar. Klukk­urn­ar í Big Ben hafa slegið á klukku­tíma­fresti í 157 ár en þó með ör­fá­um hlé­um. Það síðasta var gert árið 2007 og þar á und­an þögnuðu þær í nokkra mánuði á ár­un­um 1983-1985. Í frétt BBC seg­ir að af­tengja verði klukk­urn­ar nú til að skapa heilsu­sam­legt vinnu­um­hverfi fyr­ir verka­menn­ina sem eru að hefja viðgerðir á turn­in­um. Ákveðið hef­ur verið að tengja klukk­urn­ar aft­ur í til­efni stórviðburða, s.s. á gaml­árs­kvöld til að hringja inn nýja árið.