Fimmtudaginn 3. júlí heimsótti undirritaður Vatnaskóg. Þar var í gangi fjörugur flokkur 9 – 11 ára stráka og mikið um að vera þrátt fyrir rigningu. Í Vatnaskógi er falleg kapella sem, í mínum huga, er einn af hornsteinum svæðisins og ég veit að það á líka við um fleiri Skógarmenn. Ég tók að sjálfsögðu upp hringingu klukkunnar sem hangir yfir útihurð kapellunnar.

Smelltu hér til þess að hlusta á hringinguna.

Eftir heimsóknina fór ég yfir í Hallgrímskirkju í Saurbæ þar sem ég hitti fyrir sr. Kristinn Jens Sigurþórsson. Skógarmenn fara gjarnan í messu í Hallgrímskirkju og því var viðeigandi að heimsækja hana við sama tilefni. Ég tók upp fallegan samhljóm klukknanna í kirkjunni og fékk að fékk þannig að heyra hvernig klukkurnar hljóma um sveitina.

Smelltu hér til þess að hlusta á hringar í Hallgrímskirkju í Saurbæ.