Í turni Grundarfjarðarkirkju eru þrjár kirkjuklukkur. Klukkurnar sveiflast ekki og eru tölvustýrðir hamrar sem slá á þær við hringingar, einn á hvorri minni klukknanna en tveir á þeirri stærstu.
Klukkurnar komu í kirkjuna árið 1978 en voru steyptar árið 1975 af PORTILLA Y LINARES, Santander á Spáni. Þyngd þeirra er eftirfarandi:
- Stærsta: 163 kg
- Mið: 103 kg
- Minnsta: 55 kg
Notkun
Hringt er 30 mín fyrir messu, 15 mín fyrir messu, við upphaf messu og lok messu. Hringingin er alltaf eins, þ.e. þrisvar sinnum eitt högg á hverja klukku.
Fyrir og eftir útför eru slegin 3 x 3 slög á mið klukkuna.
Upptökur
Myndband
Myndir
Heimildir
Hringjari: Runólfur Guðmundsson
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
31. júlí 2021
Heimild um ártal og þyngd klukknanna: Ásgeir Long.
Í þeim heimildum er einnig getið um fjórðu og minnstu klukkuna sem er 8 kg að þyngd og steypt 1975.