Eyjafjarðar- og Þingeyrarprófastsdæmi

Forsíða/Eyjafjarðar- og Þingeyrarprófastsdæmi

Lögmannshlíðarkirkja

Höfundur: |2017-07-09T17:37:04+00:009. júlí 2017|Eyjafjarðar- og Þingeyrarprófastsdæmi|

Lögmannshlíðarkirkja var vígð árið 1860. Í kirkjunni eru tvær klukkur í turni og er þeim handhringt. Búið er að binda kaðal í kólf stærri klukkunnar (þeirrar eldri) til þess að auðvelda hringjara að hringja líkhringingu. Önnur klukkan er 1754 og er hún með áletruninni Me Fecit Michael Carl Troschell Anno 1754. Hin klukkan er síðan 1864 og er með áletruninni L. HLÍÐAR KIRKJA 1864. Yngri klukkan var steypt úr tveimur eldri klukkumKirkjur Íslands, 10. bindi (2007). Hið íslenska bókmenntafélag. Lögmannshlíðarkirkja, bls. 162-163. Reykjavík. . Upptökur Myndband Myndir Heimildir Hringjari og upptaka: Guðmundur Karl Einarsson Aðstoð og kirkjuvarsla: Hermann Ragnar Jónsson 25. júlí 2016

Hríseyjarkirkja

Höfundur: |2017-07-08T16:47:36+00:008. júlí 2017|Eyjafjarðar- og Þingeyrarprófastsdæmi|

Hríseyjarkirkja var vígð 26. ágúst 1928 en þá hafði engin kirkja verið í Hrísey um langt skeið þó þar hafi kirkjur verið áður. Í turni kirkjunnar eru tvær stórar klukkur sem keyptar voru árið 1928 og er þeim handhringt. Til þess að auðvelda hringingu eru lóð á móti hringiköðlunum og hefur það þau áhrif að klukkurnar hringja virðulega með nokkuð jöfnu bili. Í sáluhliði í kirkjugarðinum er ein klukka. Notkun 30 mín fyrir messu er stærri klukkunni hringt 12 x 3 slög. 15 mín fyrir messu er stærri klukkunni hringt 9 x 3 slög. Við upphaf messu er báðum klukkum hringt 6 x 3 slög. Við lok messu er stærri klukkunni hringt 3 x 3 slög. Þegar kista kemur til eyjarinnar er líkhringing slegin á stærri klukkuna. Hringing hefst þegar kistunni er lyft af bíl/vagni fyrir neðan kirkjutröppurnar og hringt er þar til kistan er komin inn í anddyri kirkjunnar. Að útför lokinni er hringt á meðan kistan er borin úr kirkju og þar til hún er komin á bíl/vagn. Upptökur Myndband Myndir Heimildir Hringjari: Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 25. júlí 2016. Þegar upptakan var gerð þann 25. júlí 2016 gafst ekki tími til að fara að kirkjugarðinum til þess að taka upp hringingu í sáluhliðinu. 

Glerárkirkja

Höfundur: |2017-06-26T15:06:02+00:0026. júní 2017|Eyjafjarðar- og Þingeyrarprófastsdæmi|

Glerárkirkja var vígð þann 6. desember 1992 en hlutar hennar höfðu þó verið í notkun síðan 1987. Árið 1988 var farið að huga að kirkjuklukkum og snemma árs 1989 voru kynnt tilboð í þær. Eftir að búið var að hlusta á nokkrar klukkur af segulbandi, stóð ein tegund eftir og var gengið frá pöntun á henni seinna það ár. Klukkurnar voru keyptar frá Dansk kirkeklokketeknink og kom allur búnaður frá Danmörku. Klukkurnar sjálfar voru hins vegar steyptar í Hollandi og eru þrjár talsins. Sérfræðingur frá seljanda kom til að setja þær upp og var þeim hringt í fyrsta sinn 2. september 1990.Glerárkirkja.is (e.d.). Saga kirkjunnarhttp://www.glerarkirkja.is/is/kirkjan/saga-kirkjunnar. Sótt 26. júní 2017 af .  Klukkurnar eru staðsettar í porti hátt yfir kirkjuskipinu. Þær eru illaðgengilegar og því eru ekki nærmyndir af þeim hér á vefnum. Í september 2002 var svo þak byggt yfir klukknaportið. Stærð klukknanna er þessi: Stærsta. Þyngd: 690 kg. Þvermál: 104 cm. Mið. Þyngd: 400 kg. Minnsta . Þyngd: 285 kg. Kirkjuklukkur teknar í notkun í Glerárkirkju. (5. september 1990). Morgunblaðið, bls. 26. Notkun 30 mín fyrir messu er minnstu klukkunni hringt í eina mínútu. 15 mín fyrir messu er tveimur minnstu klukkunum hringt í eina mínútu. Við upphaf messu er öllum þremur klukkunum samhringt í þrjár mínútur. Við lok messu er öllum þremur klukkunum samhringt í þrjár mínútur. Við lok hjónavígslu er slegið ört á miðklukkuna. Fyrir útför er líkhringing hringd í 3 mínútur. Að henni lokinni eru stundaslögin hringd og svo bænaslögin (3 x 3 slög) Við lok útfarar er líkhringing hringd frá því að burðarmenn byrja að snúa kistunni og þar til hún er komin í bílinn. Klukkurnar slá stundaslög á heila tímanum. Upptökur Myndband Myndir [...]

Akureyrarkirkja

Höfundur: |2017-01-05T23:42:24+00:004. janúar 2017|Eyjafjarðar- og Þingeyrarprófastsdæmi|

Akureyrarkirkja var vígð sunnudaginn 17. nóvember 1940. Formleg vígsluathöfn hófst reyndar daginn áður kl. 18:00 með því að kirkjuklukkunni var hringt. Þar sem þetta var á tímum síðari heimsstyrjaldar þótti ástæða til að birta sérstaklega tilkynningu þar um: Vígsla kirkjunnar fer fram næstk sunnudag, 17. þ. m., og hefst kl. 1 e.h. - Verður kirkjan opnuð kl. 12.30. - Biskupinn yfir Íslandi framkvæmir vígsluna. - Athygli bæjarbúa skal vakin á því, að á laugardagskvöldið kl. 6 e.h. verður kirkjuklukkunni hringt nokkra stund. Er það upphaf vígsluathafnarinnar, en ekki loftvarnarmerki. (Sverrir Pálsson, Saga Akureyrarkirkju.1990 bls. 244) Á kirkjunni eru tveir turnar en klukkur eru aðeins í nyrðri turninum. Kirkjan á alls þrjár klukkur en aðeins ein er notuð að staðaldri. Það er klukka sem smíðuð var í Englandi árið 1940 og sett upp við byggingu kirkjunnar. Klukkan er 3 fet í þvermál, vegur 800 kg og hefur tóninn fís. Menn óttuðust að titringurinn og hljóðbylgjurnar myndu valda steypuskemmdum á kirkjunni og var því smíðuaður mikill stóll úr timbri í turninum (Sverrir Pálsson, Saga Akureyrarkirkju.1990 bls. 236). Klukkunni var handhringt fram til ársins 1998 þegar Ásgeir Long setti upp rafstýribúnað frá Clock-o-matic í Belgíu. Í turninum er einnig lítil klukka sem kemur úr gömlu Akureyrarkirkju. Klukkan var keypt árið 1875 eftir að eldri klukka sem þar var (og hafði áður verið í Hrafnagilskirkju) rifnaði. Klukkunni þarf að handhringja og er hún ekki notuð að staðaldri. Klukkan er 45 cm í þvermál. Á turninum eru tvær lokur sem eru opnaðar þegar klukkunum er hringt. Opnunin er rafstýrð og eru lokurnar hafðar opnar á meðan á athöfn stendur. Þriðja klukkan er á sérsmíðuðum færanlegum gálga. Sú klukka var einnig í gömlu Akureyrarkirkju en þar áður í Hrafnagilskirkju. Klukkan, sem [...]