Laugardagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti og kynferðisofbeldi frá vöggu til grafar. Þann dag er hvatt til þess að bjöllum verði hringt og flautur þeyttar kl. 13:00 til þess að vekja athygli á málefninu.

Biskup Íslands hefur sent kirkjum landsins áskorun um að kirkjuklukkum landsins verði hringt kl. 13:00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar.

Undirritaður hvetur að sjálfsögðu alla til þess að opna gluggann og hlusta á næstu klukkur hringja.