Á Sjómannadaginn, 1. júní 2014, heimsótti undirritaður Kópavogskirkju. Þar eru tvær klukkur sem settar voru upp árið 1963. Þeim var handhringt til ársins 1989 þegar rafstýring var sett upp. Og þá hefur þurft hreystimenni til að hringja klukkunum því þær vega annars vegar 205 kg og hins vegar 330 kg. Klukkurnar standa á fallegum stól við inngang kirkjunnar og hljóma yfir Kársnesið.

Smelltu hér til að heyra hringingar klukknanna.