Klyppsstaðarkirkja í Loðmundarfirði var vígð á jóladag árið 1895. Í kirkjunni er ein klukka sem hangir í porti ofan við útidyr kirkjunnar. Klukkan er ómerkt, 30,4 cm á hæð og 27 cm í þvermál. Árið 1896 kemur fram í vísitasíu prófasts að þá séu tvær klukkur í kirkjunni. Þær komu úr Desjarmýrarkirkju og voru úr sér gengnar. Þá stóð til að fá lánaða klukku úr Vestdalseyrarkirkju. Árið 1899 kom svo fram að sú klukka væri orðin eign Klyppsstaðarkirkju.1

Myndir

Heimildir

Hringjari og upptaka: Gunnar Árnason, 11. júlí 2021.
Ljósmynd af Klyppstaðarkirkju: Magnús R. Jónsson
Ljósmynd af prestum framan við kirkjuna: Ingvi Örn Þorsteinsson

  1. Kirkjur Íslands 2015, 25. bindi, bls. 149-150.