Egilsstaðakirkja var vígð þann 16. júní 1974 en við vígslu kirkjunnar var turninn án klukkna. Árið 1975 voru tvær klukkur steyptar fyrir kirkjuna Portilla y Linares í Santander á Spáni en þær vega 163 kr og 103 kg. Árið 1976 gaf Rótarýklúbbur Héraðsbúa eina klukku til viðbótar til minnigar um Vilhjálm Sigurbjörnsson sem lést í bílslysi á Fagradal þann 28. október 1975. Sú klukka er minni en hinar tvær og á henni er áletrun um að hún hafi verið gefin til minningar um Vilhjálm. Sú klukka var einnig steypt af Portilla y Linares en upplýsingar um þyngd hennar liggja ekki fyrir. Þvermál klukknanna að neðan er eftirfarandi:

 • Stærsta: 67,5 cm
 • Mið: 55 cm
 • Minnsta: 47 cm

Árið 1993 voru sett upp hringingartæki frá John Taylor í Loughborough á Englandi.

Klukkurnar eru nokkuð veðraðar enda lítið skjóli turninum sem er opinn og án þaks.

Notkun

Við sunnudagaskóla er hringt:

 • 30 mín fyrir: Tvær minnstu klukkurnar
 • 15 mín fyrir: Tvær minnstu klukkurnar
 • Upphaf sunnudagaskóla: Allar þrjár

Við messu er hringt:

 • 30 mín fyrir: Allar þrjár í 1 – 1,5 mín
 • Upphaf messu: Allar þrjár í 1 mín
 • Lok messu: Allar þrjár í 20 sekúndur

Útfarir:

 • Fyrir útför: 3 x 3 slög á stærstu klukkuna
 • Eftir útför: Líkhringing á stærstu klukkuna frá því að kistu er lyft og þar til kirkjugestir eru komnir út.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Bára María Þorgeirsdóttir
Aðstoð við upptöku: Sr. Þorgeir Arason
Drónamynd: Sveinn Jónsson haustið 2019
Upptaka og aðrar ljósmyndir:
Guðmundur Karl Einarsson
17. október 2019