Kapellan í Vatnaskógi

Höfundur: |2017-01-04T17:58:52+00:005. júlí 2014|Utan prófastsdæma|

Kapellan í Vatnaskógi var reist árið 1949 og hefur síðan þá verið mikið notuð í starfi Vatnaskógar þar sem Skógarmenn KFUM reka sumarbúðir. Í kapellunni er ein klukka staðsett undir þakinu framan við útidyrahurð kapellunnar. Á klukkuna stendur letrað IMMANUEL sem þýðir á hebresku Guð er með oss. Klukkan er notuð til að kalla piltana í Vatnaskógi til kvöldstunda í kapellunni en einnig þegar þar fara fram athafnir. Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 3. júlí 2014 Nánari upplýsingar um Kapelluna Bygging kapellunnar Kapellan var reist árið 1948 en innréttuð og vígð sumarið 1949. Bjarni Ólafsson (þá 25 ára gamall) kennari gerði teikningu hennar en Ólafur Guðmundsson húsasmíðameistari, faðir hans, var yfirsmiður hennar og hóf að reisa hana vorið 1948 ásamt Sveini Jónssyni samstarfsmanni sínum. Var kapellan tilbúin til innréttingar áður en sumarið 1948 var á enda og var byrjað að nota hana um leið og gólf hafði verið steypt. Næsta vor var svo hafist handa um innréttingu kapellunnar. Þiljur og tilheyrandi lista og skraut á veggi smíðaði Aðalsteinn Thorarensen (þá 23 ára gamall), húsgagnasmiður og iðnskóla-kennari, en bekkina og gráðurnar teiknaði Bjarni Ólafsson og vann að smíði þeirra og uppsetningu ásamt Ólafi föður sínum. Kapellan var síðan vígð sunnudaginn 24. júlí 1949 og annaðist séra Sigurjón Guðjónsson vígsluna, þáverandi prófastur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þess má og geta að í tilefni 50 ára vígsluafmælis kapellunnar hafði Gunnar Bjarnason, sonur Bjarna og sonarsonur Ólafs Guðmundssonar, umsjón með viðgerð og lagfæringu á kapellunni á árunum 1997-1999. Á 60 ára vígsluafmælis kapellunnar árið 2009 kom tók hópur gamalla Vatnaskógardrengja að sér að sjá um viðhald og endurnýjun á kapellunni sem fólst í því að endurnýja þak kapellunnar, þakið einangrað, klætt með eir og fleiri viðhaldsverkefni. Sá [...]