Útskálakirkja var reist á árunum 1861-1862. Þegar hún var byggð voru tvær klukkur  í turni hennar en árið 1886 var skráð í vísitasíu að þriðja klukkan hefði bæst við, hún var þá ný en er án áletrunar. Klukkurnar í dag eru þrjár og eru tvær þeirra eldri hlið við hlið en sú nýjasta hangir þar fyrir ofan.1

  • Stærsta klukkan er 42 cm í þvermál og á henni stendur: GLORIA IN EXCELSO ANNO 1740.
  • Mið klukkan er 36 cm í þvermál og á henni stendur: SOLI DEO GLORIA ME FECIT T N C TROSCHELL 1765. Þessi klukka var umsteypt úr annarri eldri klukku sem var rifin.
  • Minnsta klukkan er 33 cm í þvermál. Hún er ómerkt en er talin síðan 1886.

Klukkurnar voru rafvæddar árið 2005 og var það Tæknivík í Reykjanesbæ sem annaðist verkið en fyrirtækið smíðaði eigin tölvu til að stýra klukkunum.2 Þar sem um gamlar og fremur litlar klukkur er að ræða voru settir hamrar á þær allar og þær sveiflast því ekki.

Fjögur stef eru forrituð í stjórntölvu klukknanna:

  • Útskálastef
  • Hátíðarhringing
  • Útfarahringing
  • Stef 4 (er ekki notað)

Upptökur

Myndir

Heimildir

Hringjari: Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar.
Sérstakar þakkir: Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson

Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
17. mars 2020

  1. Kirkjuklukkur Íslands, 11. bindi. 2008, bls. 361.
  2. i4tec.com. (e.d.) Tæknivík. Sótt 25. júlí 2021 af http://i4tec.com/Taeknivik.10.10/Kirkjuklukkur.html