Í kvöld fór fram Menningarnótt í Reykjavík. Að þessu sinni voru það kirkjuklukkur 23 kirkna um land allt sem hringdu inn flugeldasýninguna. Um var að ræða nýtt dansverk, „Töfra“, eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Kirkjuklukkur, í takt við strengjasveit við Arnarhól, töldu inn í dansverkið og spiluðu undir flugeldasýningunni. Hugmyndin var að sem flestir landsmenn gætu notið flugeldasýningarinnar, sem send var út á RÚV, en um leið heyrt í klukkum sinnar kirkju.

Með því að virkja allar kirkjuklukkur landsins er ætlunin að fanga bæði hátíðleikann sem fylgir hljóðheim klukknanna auk þess að sameina alla landsmenn í listrænni upplifun, nær og fjær.

segir í frétt á vefsíðu Vodafone.

Það verður að viðurkennast að hátíðleikinn var mikill þegar klukkurnar byrjuðu og virkilega gaman að listamenn skuli í auknum mæli farnir að nota þessar gersemar.

Þessar kirkjur tóku þátt á Menningarnótt:

 1. Hallgrímskirkja
 2. Fríkirkjan í Reykjavík
 3. Dómkirkjan
 4. Langholtskirkja
 5. Fella- og Hólakirkja
 6. Laugarneskirkja
 7. Áskirkja
 8. Garðakirkja
 9. Kópavogskirkja
 10. Víkurkirkja í Mýrdal
 11. Borg á Mýrum
 12. Borgarneskirkja
 13. Akraneskirkja
 14. Vopnafjarðarkirkja
 15. Háteigskirkja
 16. Lágafellskirkja
 17. Breiðabólstaðarkirkja
 18. Hlíðarendakirkja
 19. Krosskirkja
 20. Akureyjarkirkja
 21. Vídalínskirkja
 22. Sauðárkrókskirkja
 23. Seyðisfjarðarkirkja